11.7.2020 | 09:08
Flaggskip flota sem ekki er til!
Íslenski kaupskipaflotinn er ekki lengur til. Honum var útrýmt viljandi af stéttarfélögum farmanna fyrir mörgum árum og var þó Sjómannafélag Reykjavíkur ákafast í þeim skemmdarverkum. Ég legg til að blaðamaður trítli niður á bryggju þegar skipið leggst að og skoði flaggið sem hangir aftan á ásamt því að lesa skráningarhöfn aftan á skipinu. Skip sem ekki eru skráð á Íslandi eru í raun ekki undir yfirráðum Íslendinga heldur háð duttlungum stjórnvalda í skráningarlandi hverju sinni. Flaggskip íslenska kaupskipaflotans er því ekki til. Flugfreyjur hjá Icelandair eru nú staðráðnar í að taka sér þetta til fyrirmyndar svo flugvélar í millilandaflugi verði engar skráðar á Íslandi í framtíðinni.
Dettifoss heim eftir 68 daga siglingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 12
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 124
- Frá upphafi: 125328
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu Örn. Er ekki Sjómannafélag Íslands á leiðini me Herjólf sömu leið ?
Björn Jónsson, 12.7.2020 kl. 01:30
Jú Björn það er í raun sama félagið. Stéttarfélögin virðast oft á tíðum eiga erfitt með að gera sér grein fyrir að ef kröfurnar eru of miklar þá rústar það samkeppnishæfni vinnuveitandans. Það er eins og þau leggi sig fram um að gera fyrirtæki umbjóðenda sinna órekstrarhæf. Hvað Herjólf varðar er auðveldara að gera svona óraunhæfar kröfur þar sem um innanlandssiglingar er að ræða og ekki líklegt að erlend samkeppni komi þar við sögu. Þeir sem nota þjónustuna verða þá bara að borga meira, já eða ríkið sem flestir trúa að geti endalaust vaðið í vasa skattgreiðenda. En Icelandair mun fljótlega heyra sögunni til ef prímadonnurnar láta sér ekki segjast. Það er reyndar alveg stóundarlegt að fólk sé tilbúið til að skrölta í vinnu til útlanda á mun lakari kjörum þegar það hefur útrýmt eigin stétt heima fyrir.
Örn Gunnlaugsson, 12.7.2020 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.