17.7.2020 | 20:53
Hver er sanngirnin?
Helgu Völu, Drífu og álíka þenkjandi kommúnistahyski finnst í lagi að fyrirtæki beygi sig undir að hafa aðeins einn viðsemjanda sem fær öllu sín framgengt og ef ekki hefur það leyfi til að setja viðsemjanda sinn í gjaldþrot. Verkalýðsleiðtogar þessa lands ættu að hugleiða hvaða samningsstöðu þeir væru í ef þeir væru með hriplekt þak heima hjá sér og mættu bara semja við einn verktaka. Megi þeir drukkna og drepast í vosbúð innan eigin heimilis eða ganga að ofurkostum verktakans ella. Það hefur enginn samúð með flugfreyjunum sem ætlast til að ríkið styrki vinnuveitandann svo þær geti verið á óhóflegum kjörum fyrir litla vinnuskyldu. Bjóðið Ryanair bara þjónustu ykkar og sjáið hvað frekjan færir ykkur. Útrýmið sjálfum ykkur bara eins og farmannastéttin gerði fyrir nokkrum áratugum.
Alger lágkúra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 88
- Sl. sólarhring: 165
- Sl. viku: 200
- Frá upphafi: 125404
Annað
- Innlit í dag: 72
- Innlit sl. viku: 155
- Gestir í dag: 70
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skil þá dæmið þannið með verktakann, að ef búið er að semja við verktakann um verð á einingu en allt í einu myndi húseigandinn ákveða að lækka einingarverðið og bæta við tímum, þá myndi e-ð heyrast.
En auðvitað, svona kallar eins og þú, sem greinilega vita allt um kjarabaráttu flugliða og flugfélagsins sem þeir unnu fyrir, getið þið nú komið fram með rant sem fáir skilja og haldið úti áróðri til handa stórfyrirtækjunum.
Verði þér að góðu.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.7.2020 kl. 21:11
Sigfús, þá skilur þú dæmið með verktakann alls ekki. Samningur FFÍ og Icelandair er laus, þ.e. hann hefur runnið út. Samningsaðilar halda svo áfram að vinna eftir ákvæðum útrunna samningsins uns nýr samningur er gerður. Þetta gerist líka hjá verktökunum, þeir vinna áfram á einingaverðum útrunna samningsins þar til samið hefur verið um ný einingaverð en verkkaupinn er alls ekkert bundinn af því að endurnýja samninginn við sama verktaka frekar en verktakinn er bundinn af því að vinna áfram fyrir sama verkkaupa. Ég hef ágætis skilning á kjarabaráttu flugliða og öllum má ljóst vera að prinsessurnar í FFÍ ætlast til þess að skattgreiðendur komi með það sem milli ber þeirra kjara sem félagið hefur bolmagn til að bjóða til að vera samkeppnisfært og þeirra kjara sem FFÍ krefst að njóta. Nú þegar borga skattgreiðendur hluta þessara kjara en flugliðar fá talsverðan hluta launa sinna greiddan í formi ferðadagpeninga sem ekki er varið til greiðslu ferðakostnaðar. Þessir dagpeningar eru síðan sviknir undan tekjuskatti að yfirvöldum ásjáandi án þess að tekið sé á svikunum. Þeir sem ekki átta sig á hve arfavitlaust það kerfi er að atvinnurekandi hafi aðeins heimild til að leita eftir samningum við einn aðila geta ekki haft góða innsýn í hve vonlaus slíkur atvinnurekstur er í alþjóðlegri samkeppni. FFÍ var tilbúið í 30% lakari samninga við WOW fyrir sína umbjóðendur en Icelandair. Primadonnurnar í FFÍ virðast því lengi hafa haft það á prjónunum að knésetja félagið. Án efa mun ASÍ sem lýst hefur yfir stuðningi við frekjukast FFÍ setja sig í samband við sín systursamtök úti í heimi og reyna að tryggja að áætlanir FFÍ njóti framgangs með því að virkja stéttarfélög þar til sniðgöngu Icelandair. Icelandair á sennilega ekki möguleika á annan hátt en að fara í gjaldþrot og byggja svo upp nýtt félag á nýrri kennitölu þar sem kjarasamningar taka mið af því umhverfi sem erlendir samkeppnisaðilarnir vinna í. Það er hins vegar ekkert öruggt með að sá rekstur verði á íslenskum flugrekstrarleyfum. Farmannastéttin á Íslandi útrýmdi sjálfri sér fyrir nokkrum áratugum og fremst í flokki þar fór Sjómannafélag Reykjavíkur (nú Íslands) en þvergirðingháttur þess félags varð til þess að engu varð bjargað. Kjarasamningar farmanna tóku mið af gömlum tímum og engu mátti breyta til samræmis við tækniframfarir á skipunum og breytinga á samkeppnisumhverfi. Kaupskipaútgerðin flutti úr landi og ekkert kaupskip siglir nú milli landa undir íslensku flaggi. Þau fáu skip sem gerð eru út með íslensku ívafi skarta áhöfnum sem ráðnar eru hjá erlendum skúffufyrirtækjum og ekki ein króna skilar sér frá þeim til íslensks samfélags. Einhverjir farmenn bröltu til útlanda í vinnu og voru þá tilbúnir til að vinna á mun lakari kjörum en áður á Íslandi. Sjálfur fann ég mér önnur viðfangsefni, bæði hér heima og erlendis. Kjarni málsins er sá að fyrirtæki á Íslandi í samkeppni við aðila erlendis getur ekki borið sig nema vera á pari við samkeppnisaðilana hvað kostnað varðar og þar eru kjör starfsmanna engin undantekning. "KALLAR" eins og ég höfum þann skilning fram yfir ykkur hina sem haldið að peningarnir vaxi á trjánum að til að atvinnurekstur í samkeppnisumhverfi gangi upp þá mega útgjöldin (þ.m.t. laun starfsfólks) ekki vera meiri en tekjurnar og verðlagning vöru og þjónustu þarf að vera á pari við það sem gerist hjá samkeppnisaðilunum. Þetta er í sjálfu sér mjög einfalt en samt sem áður mörgum um megn að átta sig á.
Örn Gunnlaugsson, 18.7.2020 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.