Ekkert atvinnuleysi í raun, en krónísk leti.

Atvinnuleysi er í raun ekkert en krónisk leti og aumingjavæðing hrjáir hins vegar þjóðina. Meðan flytja þarf inn vinnuafl frá Austantjaldslöndunum og víðar skortir ekki vinnu fyrir innfædda. Þegar fólk vill ekki ganga í störf sem eru í boði vegna þess að það er of fínt með sig þá á það fólk að sjálfsögðu ekki að fá greiddar atvinnuleysisbætur og ekki telja með í tölunum. Hinn vinkillinn er hins vegar sá að fyrir allmörgum árum gáfu stjórnvöld leyfi til að flytja inn fátæklinga á þrælakjörum sem ruddi innfæddum úr störfum þar sem ekki tók því að vinna fyrir það sem fátæklingarnir fengust fyrir. Þá leggur fólk jafnvel fullfrískt frekar á sig að reyna að fá metna örorku en bótaþegum í þeim flokki hefur fjölgað langt umfram hlutfallslega fjölgun landsmanna á örfáum árum. Nýjasti brandarakvillinn er kulnun í starfi sem kallaðist áður fyrr að vera orðin leiður á vinnunni sinni og þá fann maður sér eitthvað skemmtilegra að sýsla við. Hvað er langt í að leti verði bara opinberlega viðurkennd sem örorka með bótarétti? Þá þarf ekkert að fara í gegnum kostnaðarsamt örorkumat heldur tilkynna letingjarnir bara formlega um þennan kvilla sinn og smella inn á bætur. Það þarf ekkert lengur að tala um þetta undir rós. Aumingjavæðing á Íslandi er allsráðandi.


mbl.is Svipað atvinnuleysi og í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lausnin er einföld en hún felst í því að hætta innflutningi á félagslegum undirboðum og byrja að bjóða upp á mannsæmandi laun sem eru meira aðlaðandi en atvinnuleysisbætur.

Íslendingar vilja nefninlega flestir alveg vinna ef þeir fá almenninlega borgað, en sjá eðlilega lítinn tilgang í að vinna baki brotnu fyrir launum sem ekki er hægt að lifa á.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2020 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 97
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 209
  • Frá upphafi: 125413

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 163
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 78

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband