Ætla þau að kaupa hlut í félaginu fyrir sína eigin peninga ?

Nú væri ekki úr vegi að þetta ágætisfólk hjá SA og SAF upplýsi almenning um hve miklu af þeirra eigin persónulegu peningum þau ætli að verja til kaupa á hlutum í félaginu sem stendur til að veita þessa ríkisábyrgð. Bullið sem vellur út úr þessu fólki um kerfislega mikilvæg fyrirtæki er alveg ótrúlegt. Grátur og Hágrátur hjá SAF emja og væla út í eitt eins og krakkagríslingahjörð á frekjuskeiðinu sem fær ekki umsvifalaust allt sem hugurinn girnist. Þessi frasi hljómar ekki ósvipað og þegar ákveðnar stéttir gala um að þeirra störf séu eitthvað mikilvægari og merkilegri en önnur störf. Íslenski kaupskipaflotinn hvarf úr landi fyrir áratugum án þess að nokkur tæki eftir því en samt streyma vörur ennþá inn og út úr landinu. Þegar einn rekstraraðili hverfur af sjónarsviðinu kemur annar í staðinn svo lengi sem eftirspurn er eftir því sem hann er að bjóða. Þessi flugbransi er talsvert frábrugðinn því sem hann var fyrir nokkrum árum. Það virðist vera orðið keppikefli stjórnvalda að binda allt og alla við hjólastól og hækjur í boði skattgreiðenda og tryggja þannig að enginn geti staðið uppréttur hjálparlaust. 


mbl.is SA og SAF styðja ríkisábyrgð til Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 91
  • Sl. sólarhring: 168
  • Sl. viku: 203
  • Frá upphafi: 125407

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband