Annara manna fé og eigið fé.

Enn er verið að sólunda fjármunum sem síðan á að seilast eftir í vasa skattgreiðenda. Þessir þingmenn sem samþykktu þetta rugl eiga það sameiginlegt að njóta þess að sóa fé að því gefnu að það er ekki þeirra eigið. Ef þessir þingmenn ætla að vera sjálfu sér samkvæmir þurfa þeir að fjárfesta að einhverju marki með sínu eigin fé í þessu fyrirtæki. Það gætu þeir gert með að nýta veðrými fasteigna sinna í topp með lántöku sem gengur að fullu til kaupa á hlutabréfum í umræddu fyrirtæki. Þetta þurfa þingmennirnir svo að færa inn á hagsmunaskráningu sína sem opin er almenningi. En það verður ekki einn einasti af þessum þingmönnum sem mun setja eigið fé til hlutabréfakaupa í félaginu. Það er nefnilega allt annað að sóa annarra manna fé en sínu eigin. Frasinn um kerfislega mikilvæg fyrirtæki er orðinn ofboðslega slitinn og þreyttur og ljóst má vera þeir sem enn japla á honum láta nú ekki margt gáfulegra út úr sér en það sem vænta má að komi úr afturenda þeirra sömu.


mbl.is Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég man ekki betur en að þáverandi forstjóri ISAVIA hafi "verið látinn taka pokann sinn" (réttara sagt að það hafi verið ákveðið að "fórna" honum), vegna þess að WOW air skuldað tvo milljarða í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli.  Það væri fróðlegt að vita hvort nú sé vona á forstjóraskiptum hjá ISAVIA????

Jóhann Elíasson, 5.9.2020 kl. 12:07

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Já Jóhann, Óli þurfti að taka pokann og fékk ábyggilega greitt vel fyrir. Ráðherrarnir sem skipuðu Óla að veita WOW greiðslufrest sitja sem fastast og æxla enga ábyrgð, þeir eru allir alsaklausir. Nú á að endurtaka leikinn með Icelandair og þegar félagið leggur upp laupana að lokum verður bara sagt: " Sorry", og enginn þarf að taka pokann sinn.

Örn Gunnlaugsson, 5.9.2020 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 91
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 203
  • Frá upphafi: 125407

Annað

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband