Nýjustu Nígeríubréfin.

Einhverjir hafa látið ginna út úr sér í gegnum tíðina sína eigin fjármuni í tengslum við svokölluð Nígeríubréf. Flónska þeirra sem bitu á virtist vera algjörlega takmarkalaus. Hlutabréfakaup í Icelandair virðast svo glórulaus í dag að þeir einir sem eru til viðræðu um að leggja til fé í félagið eru þeir sem höndla með annarra manna fé. Þingheimur samþykkti að leggja skattfé almennings að veði í formi ríkisábyrgðar að því gefnu að hlutafárútboðið gangi upp. Þar er verið að gambla með annarra manna fé. Fáum sögum fer hins vegar af því hvort hinir sömu þingmenn ætli að hætta eigin fjármunum í þetta brall. Samspillingin taldi sig með frítt spil með því að sitja hjá en slíkt er hins vegar fásinna þar sem annað hvort eru menn með eða á móti þessu ( ég árétta í þessu sambandi að konur eru líka menn). Nú á að ginna fjármuni eftirlaunaþega út úr lífeyrissjóðunum til að fjármagna þessa botnlausu holu í einhvern tíma. Þeir sem taka ákvörðun um hvort lífeyri eftirlaunaþega verður fórnað á þessu altari þurfa ekki að hafa áhyggjur frekar en fyrrnefndir þingmenn, þeir fá nefnilega alltaf sitt alveg eins og úlfarnir á Wall Street. Það má segja að þau bréf sem verið er að bjóða í umræddu flugfélagi séu nýjustu Nígeríubréfin á markaðinum, eru að detta fersk inn akkúrat núna. En gamblararnir í spilavítum lífeyrissjóðanna munu ábyggilega afsaka ákvörðanir sínar um að fórna fjármunum eftirlaunaþega með því að verið sé að verja fyrri fjárfestingar. Það kom hvergi fram í sögunum um Bakkabræður hve lengi þeir djöfluðust við sandmoksturinn í botnlausu tunnuna áður en þeir áttuðu sig á því að það hækkaði aldrei í henni en ljóst má vera að einhven tímann gáfust þeir upp. Það skyldi þó ekki vera að þeir myndu hækka meðalgreindarvísitölu innan stjórna lífeyrissjóðanna næðu þeir kosningum þar ?


mbl.is Óvissa varðandi lífeyrissjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 125337

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband