28.9.2020 | 21:55
SA klúðrar og ríkið bjargar.
SA og forveri þeirra VSÍ virðast hafa það sem sérsvið að semja af sér. Það hefur verið krónískt hjá þessum samtökum að gefa allt eftir enda er réttur verkalýðsfélaga og forystu hennar orðinn svo mikill að heftir eðlilegt atvinnulíf á Íslandi. Þeir sem kjósa að vera ekki innan vébanda þessara grútmáttlausu samtaka eru samt bundir af því sem þau samþykkja yfir borðið við verkalýðsforystuna, sama hve arfagalið það er. Nú þegar snillingarnir í SA eru komnir í ógöngur eina ferðina enn með það sem þeir samþykktu þá þykir sjálfsagt að banka upp á hjá stjórnvöldum sem eiga að skera þá úr snörunni. Einu aðgerðirnar sem stjórnvöld eiga að grípa til er að banna skylduaðild að verkalýðsfélögum og tryggja að ekki séu aðrir bundir af samningum sem gerðir eru en aðeins þeir sem aðild eiga að þeim.
Stefna að kynningu tillagna á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 91
- Sl. sólarhring: 168
- Sl. viku: 203
- Frá upphafi: 125407
Annað
- Innlit í dag: 74
- Innlit sl. viku: 157
- Gestir í dag: 72
- IP-tölur í dag: 72
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt. Stóru "snillingarnir" yfirkeyra alla hina smærri atvinnurekendur sem sýna ábyrgð. S.A vill sitja að kjötkötlunum og ráða fjármagninu frá lífeyrisjóðum eins og verklýðsrekendur. Skylduaðild að verkalýðsfélögum og lífeyrissjóðum á að vera stjórnarskrábrot á félagafrelsi.
Daglega er ríkið að taka á sig byrðar að óþörfu. Endar á einn veg þegar engin tekur á sig ábyrgð á að stjórna og semja. Alstaðar er ríkið og ríkisfyrirtæki að yfirbjóða. Óstöðugleiki eina ferðina enn.
Sigurður Antonsson, 28.9.2020 kl. 23:40
Takk fyrir innlitið Sigurður. SA og forveri þeirra hefur alltaf stokkið hindrunarlaust á mótframlagshækkun enda hafa stærri fyrirtækin getað sótt sér lánsfé hindrunarlaus þangað. Ef grannt er skoðað þá er skylduaðild að verkalýðsfélögum vafalaust brot á stjórnarskrá og að neyða aðila undir ákvæði samninga sem þeir eiga ekki aðild að sjálfir getur nú tæplega samræmst nokkru nema ólögum. Lífeyrissjóðina ætti að leggja niður þar sem þeir koma almennu launafólki ekki til góða en eru þess í stað reknir sem nokkurs konar spilavíti. Útgreiðslur úr þeim gera ekki annað en að skerða réttindi til ellilífeyris frá TR, réttur sem fólk hefur áunnið sér meðan það hefur verið búsett á landinu á vinnumarkaðsaldri.
Örn Gunnlaugsson, 29.9.2020 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.