2.10.2020 | 09:06
Naglarnir eru ekki sökudólgarnir.
Ef götur sem malbikaðar voru í sumar eru skoðaðar má víða sjá djúpar rásir í þeim eftir hjólför bíla. Bendi td. á Reykjanesbraut frá Kópavogi til Hafnarfjarðar og Suðurlandsveg/Hellisheiði en telja má upp fjölmarga aðra staði sem ber þessu vitni. Það er ekki við naglana að sakast því þeir hafa ekki verið að djöflast á götunum síðan umrætt malbik var sett. Hins vegar er ljóst að efnið sem notað er í þessa malbikun er ekki af nægum gæðum með tilliti til þeirrar umferðar sem fer um það. Þar að auki eru vinnubrögðin handónýt þó ekki sé nema vegna þess að efnið sem er undir malbikinu er ekki nógu gott. Ár eftir ár er því í raun verið að framleiða ónýtar götur.
Ekki sektað fyrir nagla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 105
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 217
- Frá upphafi: 125421
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurning líka um fjölgun rafmagnsbílanna, sem eru helmingi þyngri en sambærilegir smábílar.
Kolbrún Hilmars, 2.10.2020 kl. 12:44
Þð er reyndar alls ekki rétt. Þeir eru gjarnan um 20-30% þyngri og mun léttari en strætisvagnar, sendibílar, steypubílar og vörubílar sem eru ansi algengir á götum borgarinnar og nágrannasveitarfélaga.
Halldór Þormar Halldórsson, 2.10.2020 kl. 13:01
Spurning um að temja sér bara almennileg vinnubrögð. Það hefur alltaf sýnt sig að það borgar sig að vanda sig í stað þess að fúska einhverju saman og vera svo alltaf með það í höndunum. En þetta er gott fyrir verktakana, í áskrift að nokkurs konar atvinnubótavinnu.
Örn Gunnlaugsson, 2.10.2020 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.