27.11.2020 | 13:47
Lífeyrissjóðakerfið ónýtt.
Það er eins gott að leggja lífeyrissjóðakerfið niður í heild sinni, amk. fyrir hinn almenna launamann. Lífeyrissjóðurinn átti að vera viðbótarráðstöfunarfé eftirlaunaþega til viðbótar ellilífeyri frá TR sem eru réttindi sem ávinnast með þáttöku í samfélaginu á vinnumarkaðsaldri. Til að öðlast þau réttindi greiðir fólk skatta hér. Nú eru vitringarnir á Alþingi búnir að eyðileggja þetta kerfi þannig að það eina sem greiðendur í lífeyrissjóði hafa upp úr krafsinu er tekjuskattsþynging upp á 15,5%. Leggja ætti lífeyrissjóðina niður og greiðslur úr ellilífeyri frá TR ættu svo að vera ein og sama X upphæð á mánuði án tillits til þess hvað viðkomandi starfaði á vinnumarkaðsaldri. Vilji einhverjir leggja eitthvað aukreitis til hliðar til að búa í haginn til efri áranna er það svo hans einkamál og kemur bara engum öðrum við.
Það er samt hætt viða að prinsessan á bauninni á Austurvellinum hafi lítinn áhuga á þess háttar breytingum.
![]() |
Mál Gráa hersins tekið fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.