Alltaf vinnuveitandanum að kenna.

Stemmningin í vinnumarkaðsmálum hér á landi hefur undanfarið hneigst í þá átt að sitji allt fast í kjaradeilu þá sé það vinnuveitandanum einum að kenna að ekki náist að semja. Þá skiptir engu máli hve arfavitlausar kröfur viðsemjandans eru hinum megin borðsins. Þetta eru nefnilega ekki eiginlegar samningaviðræður því vinnuveitandinn virðist bara mega semja við einn aðila. Í venjulegum samningum ganga hlutirnir þannig fyrir sig að nái samningsaðilar ekki saman þá hefur hvor um sig frelsi til að finna sér annan aðila til að semja við. Verkalýðsfélög hér á landi eru hins vegar kominn með þann óeðlilega rétt að fái þau ekki það sem þau vilja geta þau stöðvað atvinnustarfsemi og lagt fyrirtæki og heilu atvinnugreinarnar í rúst. Það þótti td. alveg fyrir neðan allar hellur að Icelandair ætlaði að snúa sér að öðrum samningsaðila þegar ljóst var að flugfreyjur/flugþjónar ætluðu sér í þessu skjóli að þröngva viðsemjanda sínum til kjarasamnings sem innihélt réttindi langt umfram það sem samkeppnisaðilar hans eru bundnir af. 


mbl.is Lög sett á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 198
  • Frá upphafi: 132666

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband