28.11.2020 | 11:25
Grumpy Old Saga.
Helgi er svo fullur að ógölnum hugmyndum að það ætti að fá hann til að taka við stjórn landsins, ekki er nú mikil reisn yfir þeim sem nú stjórna því. Hótel Saga gæti án efa orðið mikið fyrirmyndarheimili fyrir gamlingja. Það væri ábyggilega mun meiri eftirspurn en framboð eftir plássi þar hjá fólki sem væri tilbúið til að kaupa sér herbergi þar á uppsprengdu verði. (Tæplega má nota lífeyrissjóðina sem eru að springa af peningum í svona verkefni.) A.m.k. virðist vera nóg af efnuðu eldra fólki sem lætur ginna sig í að selja sérbýli sín og kaupa litlar kytrur í kuldalegum og grámyglulegum safnkössum prýddum fjósbáru og flötum þökum á svo fáranlega uppsprengdu verði að oft þarf að reiða fram milligjöf. Eitt byggingafyrirtæki hefur sérhæft sig í framleiðslu á slíkum gamlingjageymslum og hefur náð undursamlegum árangri í okurverðlagningu sem á sér enga hliðstæðu. Má nú þá frekar bjóða mér pláss á Grumpy Old Saga þar sem við hjónin fengjum lúxuskvöldverðinn framreiddan á borðið til okkar á Grillinu með rauðvínsflösku áður en við tækjum snúning í Súlnasal undir ljúfum tónum Ragga heitins Bjarna. Um helgar mætti svo til hátíðabrigða byrja með drykk á Mímisbar fyrir kvöldverðinn. Ég vona bara að þetta gangi efti, er strax farinn að hlakka til og vona að pláss verði fyrir okkur hjónin þegar tímabært verður fyrir okkur að minnka við okkur.
Hótel Saga verði elliheimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 96
- Sl. viku: 215
- Frá upphafi: 125422
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 166
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alltof góð hugmynd til að verða að veruleika!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 28.11.2020 kl. 11:58
Það er líklega rétt hjá þér Sigurður. En það er alltaf gaman að eiga stóra drauma, verst hvað vonbrigðin eru oft mikil þegar þeir rætast ekki sem ég held að verði raunin í þessu sambandi. En án gríns þá er hugmyndin ógalin. Lífeyrissjóðakerfið er hvort eð er ónýtt og nýta mætti fjármuni þeirra í fjármögnun svona verkefna um leið og þeir yrðu lagðir niður.
Örn Gunnlaugsson, 28.11.2020 kl. 13:12
Örn, mér líst vel á þessa hugmynd þína, Hótel Saga er vel staðsett og svo mætti koma upp smáverslunum á jarðhæðinni.
Hvað myndi annars herbergið kosta - nú eða tvö hlið við hlið sem mætti sameina?
Kolbrún Hilmars, 28.11.2020 kl. 15:22
Kolbrún, ég er ekki kunnugur því hve margir fermetrar liggja undir samkomusölum, eldhúsum og öðru rými sem deila þyrfti niður á herbergjafjölda hótelsins. En íbúðakytrur í safnkössunum sem ég vísa í og markaðssettar eru fyrir gamlingja er verið að selja á frá 800þús til 1200þús fermetrann (óklárað), já og það er fjöldi fólks sem bítur á agnið þó verðlagningin sé algjörlega úti í móa. Það sem er þó galnast er að síðasta fíflið er ekki ennþá fætt. Einbýli í þokkalegu ástandi á höfuðborgarsvæðinu fást á frá ca 380þús fermetrinn. Mér sýnist stærð herbergja á Sögu vera 23 - 27 fermetrar sem er bara býsna rúmgott en svo eru væntanlega einhverjar svítur sem eru stærri. Tæp 300 herbergi eru í hótelinu en Bændasamtökin eru með heila hæð undirlagða í skrifstofur fyrir fánýta talnaleikfimi sem nýttust sem herbergi. Þetta yrði aldrei vitlausara en að kaupa á okurverði í fjósbáru með flötu þaki. Hótelið fengist ábyggilega á góðu verði ef fólk tæki sig saman og keypti allan pakkann í einu. Svo er spurning hvort ekki sé bara enn gáfulegra að fara bara í 60 fermetra svítu á 5 stjörnu hóteli fyrir kröfuharða á einni af hinum rómuðu Kanaríeyjum sem ég hef persónulega reynslu af með allt innifalið. Ársdvöl þar kostar á listaverði tæpar 6,6 m fyrir tvo, morgunverður, hádegisverður, millimál, kvöldverður og allir drykkir ásamt aðgangi að sundlaugum, líkamsrækt ofl. innifalið þannig að ekki þarf að taka upp veskið meðan dvalið er þar. Tryggir viðskiptavinir eru að borga talsvert minna. Það fást býsna mörg ár þar fyrir meðalíbúð hér heima og ellilífeyrinn nýtist þá betur þar sem hann fer hvorki í mat né drykk meðan dvalið er þar. Þá er líka betri tími til að njóta lífsins í mildu veðurfari meðan maður röltir síðasta spölinn á málbandinu.
Örn Gunnlaugsson, 28.11.2020 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.