Laumufarþegarnir.

Það er alveg hárrétt að öryrkjum fjölgar ekki með sama ógnarhraða og þeim sem þiggja örorkubætur. Þeir eru margir laumufarþegarnir í þessum flokki. Merkilegt nokk að jafnvel menn sem vinna td. svart við járnabindingar skuli fá greiddar örorkubætur. Ungur maður var ég til sjós og man ég eftir því í einum túrnum voru af tólf manna áhöfn þrír sem misst höfðu neðan af fótlegg, einn með krók á hægri hönd og einn með stífan ökkla. Enginn þeirra kveinkaði sér yfir aðstæðum sínum og skiluðu þeir ekki lakari vinnu en við hinir sem svo heppnir voru að hafa sloppið frá vinnuslysum sem þessir menn h0fðu lent í. Þeir áttu allir sameiginlegt að vera fullir stolti yfir því að vera fullvirkir til vinnu og ekki upp á aðra komnir og þeir máttu ekki heyra á það minnst að þeim væri hlíft. Í dag eru margir mun minna bæklaðir en þeir sem hér eru nefndir á bótum enda monta sig jafnvel fullfrískir aðilar af því að leika á kerfið og stela þannig af samborgurum sínum. Öryrkjabandalagið veður í þeirri villu að bætur eigi að vera jafnháar launum. Þá ættu þessi samtök að berjast gegn því að laumufarþegarnir fái að fljóta með þeim því þannig mætti gera mun meira fyrir þá sem raunverulega þurfa á aðstoð að halda. Það eru innan við 15% af þeim sem ég veit um sem eru á örorkubótum sem raunverulega á þeim þurfa að halda. Vegna þess hve hinir eru margir sem komast upp með að spila á kerfið þá er minna hægt að gera fyrir þessa fáu sem þurfa í raun aðstoð. En þeir eru margir sem vaða í þeirri villu að peningaplantan gefi endalaust af sér.


mbl.is ÖBÍ fagnar hugmyndum Brynjars Níelssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 226
  • Frá upphafi: 129374

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband