Að velja sér lög og reglur.

Þrátt fyrir góða menntun virðist þessi einstaklingur telja sig hafa frelsi til að velja sér lög og reglur til að virða og hunsa svo það sem hentar ekki, jafnvel þó það setji aðra þegna samfélagsins í hættu. Fæstir þegnar samfélagsins eru sennilega sammála öllum lögum og reglum sem settar hafa verið en langflestir velja þó að sætta sig við það og virða sem best þeir geta. Sjálfur er ég td. hundfúll yfir að vera neyddur til að leggja til samfélagsins fjármuni sem notaðir eru til óheftrar aumingaframleiðslu og innflutnings á óþjóðalýð. Ég verð hins vegar að sætta mig við það meðan ég á hér skattalegt heimilisfesti. Ég færist þó ávallt nær þeirri skoðun að rétt sé að hugsa sæer til hreyfings í annað samfélag þar sem mér hugnast ekki sú vegferð sem Ísland er á. Þá verð ég að sætta mig við þær reglur sem gilda í því samfélagi sem ég mun setjast að í. Væri það samfélaginu til framdráttar að hver og einn velji bara sjálfur hvaða lög og reglur hann ætli að virða og sniðgangi annað án þess að slíkt hefði einhverjar afleiðingar fyrir viðkomandi ? Sjálfur tel ég td. við hæfi að þessi einstaklingur sem fjallað eru um í fréttinni hljóti þá refsingu að veirunni verði sprautað í hann og síðan hlekkjaður við jarðfastan hlut í einangrun meðan veikin gengur yfir og bóluefni er komið á markað. Margir hafa réttilega bent á að hér er ekki um að ræða drepsótt á borð við Svartadauða en hins vegar bendir flest til þess að langtímaeftirköst af því að sýkjast geti verið mjög alverleg jafnvel hjá þeim sem aðeins hafa fundið væg einkenni af veikinni sjálfri.


mbl.is Lögreglan skoðar mál Elísabetar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að hennar sögn var það reyndar landamæralögreglan sem taldi sig hafa frelsi til að velja sér lög og reglur til að virða og hunsa. Það eru að minnsta kosti tvær hliðar á hverju máli.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2020 kl. 15:12

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Guðmundur, að hennar sögn ????? Var hún kannski búin að lýsa því yfir að hún ætlaði ekki að virða sóttkví veldi hún ekki skimun ? Nú hefur hún staðfest að hún virti ekki reglur sem settar voru. Hún fullyrðir líka að ekki sé lagalegur grundvöllur fyrir því að þvinga fólk í eitt eða neitt. Samkvæmt lögum þá öðlast reglugerðir ráðherra gildi þegar þær hafa verið auglýstar í Stjórnartíðindum. Ég vil líka fá að ráða því hvort ég taki þátt í fjármögnun aumingjaframleiðslu og innflutnings Austantjalda og handklæðahausa sem leggjast hér á jötuna en ég hef bara ekkert um það að segja hvernig sköttunum mínum er varið, ég verð bara að sætta mig við ákvarðanir stjórnvalda í þeim efnum sem öðrum. Og ég er langt því frá sáttur. Svo get ég valið að svindla og ef allir velja það þá er best að fella bara öll lög og reglur úr gildi og láta frumskógarlögmálið bara gilda. 

Örn Gunnlaugsson, 6.12.2020 kl. 15:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að hennar sögn ætlaði landamæralögreglan að þvinga hana í skimun, þrátt að samkvæmt gildandi reglum eigi fólk að hafa val um skimun eða ekki og undirgangast þá sóttkví. Þannig var það lögreglan sem taldi sig hafa fresli til að velja sér að fara eftir reglunni um skimun en að hunsa regluna um að sleppa skimun og undirgangast sóttkví. Hafi hún svo brotið reglurnar um sóttkví eftir að hún var komin inn í er það auðvitað ekki gott, en aðskilið mál frá því sem lögreglan gerði á landamærunum.

Tek það fram að ég sel hennar frásögn ekki dýrar en ég keypti hana þ.e. alveg ókeypis, en ég er bara að benda á að það eru a.m.k. tvær hliðar á hverju máli.

Við getum svo tekið annað dæmi sem er þessi grímuskylda sem starfsmenn verslana eru einhvernveginn orðnir lögreglufulltrúar til að framfylgja grímuskylir, án þess að hafa verið spurðir álits eða veitt samþykki sitt og án þess að hafa fengið neina þjálfun til slíkra löggæslustarfa. Þar eru stjórnvöld að velja sér lög og reglur til að virða og hunsa, því staðreynd málsins er að það er hvergi nein lagastoð fyrir grímuskyldu sem kemur hvergi fram í sóttvarnalögum heldur aðeins í reglugerð ráðherra og byggist þar með ekki á löglegum grundvelli. Svo var í gær sýnt dæmi á netinu með upptöku þar sem einstaklingi sem hafði vottorð um að þurfa ekki að bera grímu, í samræmi við undanþáguheimild í sömu reglugerðarákvæðum, var engu að síður vísað út úr verslun fyrir að vera ekki með grímu. Þar var verið að velja lög og reglur til að virða og hunsa, af verslunarstarfsmanni sem með því tók sér ólöglega lögregluvald.

Ég er ekki að mæla með því að fólk sé að stunda það að brjóta þessar reglur, en það er áhyggjuefni að gefið sé færi á slíku með því að byggja reglurnar og framkvæmdina á lögleysum.

Réttaröryggi og -vissa eru gríðarlega mikilvæg þegar leggja þarf íþyngjandi kvaðir á almenning, því ef það er ekki skothelt þá er hætt við að aðgerðirnar missi marks.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2020 kl. 16:03

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Guðmundur, landamæralögreglan hefur greinilega séð óþekktina í þessum kerlingaranga fyrir, kannski hefur hún lýst því yfir að hún ætlaði ekki að virða reglurnar og fara í sóttkví færi hún ekki í skimun. Fyrst hún er ekki tilbúin til að virða reglur samfélagsins er þá ekki bara ágætt að hún haldi sig utan landamærnna ? Mér finnst nú fulllangt gengið að kalla það löggæslustörf að fylgja eftir grímuskyldu. Í Costco er gerð krafa um að þeir sem fari þar inn séu í skyrtu og skóm eða snyrtilega klæddir, á golfvellinum er gerð krafa um snobbklæðnað, það er gerð krafa um að við hyljum nekt okkar almennt á almannafæri osfrv. Flestir hafa common sense til að hegða sér með þessum hætti þó common sense sé ekkert rosalega common. Verslunarstarfsmaðurinn tók sér ekkert lögregluvald heldur fylgdi fyrirmælum vinnuveitanda síns. Verslanir geta sett viðskiptavinum ákveðin aðgangsskilyrði og margar hafa gert kröfu um að ALLIR beri grímu. Lögum samkvæmt má td. ekki setja greiðslugjald á ógreiddar kröfur en til að komast fram hjá því setja margir söluaðilar þetta í söluskilmála og þá virðist allt í góðu. Varðindi réttmæti ákvæða reglugerða þá hafa þær víst gildi að því gefnu að þær hafi verið auglýstar í Stjórnartíðindum og til heimildar ráðherra í lögum til að setja reglugerð. Það er svo allt annað mál að slæmt er þegar embættismenn og æðstu stjórnendur landsins brjóta lög og reglur og eru því miður gegnspilltir en það veitir hinum ekkert leyfi til að hegða sér eins eða eitthvað á þá leið að það sem sumir hafast af hinir halda að þeir megi það.

Örn Gunnlaugsson, 7.12.2020 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 125239

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband