Náfnykurinn og lygararnir.

Embættismennirnir sem uppteknir eru af alls kyns vottorðum og límmiðum eru hins vegar hvergi sjáanlegir þegar náfnykinn leggur yfir byggðir í aðdraganda Þorláksmessunnar sökum framboðs ámíginnar skötu sem enginn virðist vilja taka til förgunar. Svo römm er svækjan víða að sjá má hana berum augum nema ef hún er svo svæsin að svíði í augum. Múgsefjun er talsverð í þessu og fjöldi fólks þykist þykja þetta baneitraða, skemmda og ámígna ómeti bragðgott og hægt er þá að ganga að því vísu að það fólk lýgur þá öllu öðru sem það segir líka. Sjálfur var ég stráklingur í sveit þar sem hvorki var heitt vatn né rafmagn en yfir heiði var að fara til að komast á næstu bæi. Þar var lítið annað á borðum en kæst og súrsað ómeti nema ef eitthvað féll til sjálfdautt á bænum og þá var veisla. Ég hafði þó vit á að flýja til byggða þegar sú gamla á bænum hrökk upp af og hef síðan haldið mig á svæðum þar sem hægt er að keyra frysta og kæligeymslur. Með alla þá tækni sem til staðar er í dag þarf ekki að leggja sér neitt skemmt til matar.


mbl.is Ósáttur við að þurfa að taka fisk úr sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Þú hlýtur að vera sjoppufæðiskall, og að mígið sé á blessaða skötuna er bara rógburður sem komið var í hausinn á borgarbörnum. En hér áður fyrr þar sem rafmagn var ekki til staðar, þá gaf það auga leið að frystikistur og ískápar voru eigi til staðar, svo þá var ekki um annað að ræða en súrsa, kæsa eða reykja matvælin. En hvar varst þú í sveit góurinn?

Hjörtur Herbertsson, 16.12.2020 kl. 12:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já og hafðu það Örn og hættu að ljúga upp á okkar verstfirsku matarhefð.

Helga Kristjánsdóttir, 16.12.2020 kl. 12:58

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Nei Hjörtur, ég sniðgeng sjoppufæði en þyki góð nautalund og humar og svo er soðin nýr fiskur með kartöflum og smjöri algjört lostæti en bara ekki þegar búið er að skemma hann. Sveitin var góð í lítilli vík fyrir austan sem fór í eyði sumarið eftir að ég var þar síðast. Ég var í siglingum með saltfisk  og skreið til Suður Evrópu og Afríku fyrir margt löngu síðan sem við lestuðum á nánast hvaða krummaskuði á Íslandi og var dásamlegt að heimsækja dreifbýlið með þeim hætti. Helga, VÍST var mígið á þetta, en kannski ekki lengur. En að þessu slepptu þá á ekki að láta góða sögu líða fyrir sannleikann. Ómeti sem þetta og annað álíka var haft mikið fyrir hátíðarnar hér áður fyrr til að sem mestur munur yrði á hversdagsmatnum og hátíðarmatnum sem ekki var upp á marga fiska og þetta geta efasemdamenn fengið staðfest hjá þjóðháttarfræðingum. En eins og þú segir Hjörtur að til að lifa af urðu menn að sætta við þess háttar ómeti sem hér um ræðir áður fyrr en það er nú kannski óþarfi að halda þessu áti áfram þegar aðrar og betri geymsluaðferðir hafa riðið sér til rúms. Ætli margt þetta fólk sé búið að skila orkuveitunum heimtauginni og notist bara við lýsislampa ? Sjálfur á ég forláta kolagrill en ég elda samt ekki inni með brennsku á koksi og mó enda engar mógrafir nálægt mér, en þær voru í sveitinni góðu.

Örn Gunnlaugsson, 16.12.2020 kl. 14:03

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

En þá spyr maður sig, hvers vegna við sem höfum alist upp við þessi matvæli, fáum ekki að njóta þeirra áfram, í stað þess að einhver stofnun út í bæ sé að stöðva það? Ég held það ætti að taka harðar á þessum matvælum sem eru full af allskonar eiturefnum og hver veit nema af sjálfdauðu líka, sem flutt er til landsins.

Hjörtur Herbertsson, 16.12.2020 kl. 16:42

5 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Hjörtur, auðvitað ætti frekar að banna þetta dót sem er fullt af þessum aðskotaefnum. Ég gleymdi að nefna þegar þú taldir mig sjoppufóðurskarl að auk þess að sniðganga ruslfóðrið sniðgeng ég líka unnar kjötvörur en mitt er valið. Sjálfdautt er ekkert endilega hættulegt. Á ekki neytandinn bara að fá að velja hvað hann lætur ofan í sig ? Ég hef étið ketti, hunda, sporðdreka og ánamaðka og ýmislegt sem ég kann engin deili á í Asíu og Afríku og er enn við ágætisheilsu. Í landi Pútíns man ég reyndar ekki eftir að hafa þurft að kljást við hægðatregðu en það var eins og í sveitinni forðum, skárra það óræða sem bauðst en að deyja úr hungri. Mest af þessum ríkisapparötum mætti nú leggja niður án þess að það meiddi almenning. En þar sem ekki má selja þessi matvæli út í búð þá er hér komið viðskiptatækifæri fyrir þá sem vilja starfa í svarta hagkerfinu. Þannig er jú verið að fara á svig við reglur en það er nú ekki eins og þeir sem eru í vinnu hjá skattgreiðendum séu endilega að hlýða öllum reglum og lögum sem þeir innleiða. Nú getur Fiskikóngurinn flutt þessar vörur í prívat viðskipti og bætt við fleiri heimilisiðnaðarvörum eins og landa.

Örn Gunnlaugsson, 16.12.2020 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 66
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 125297

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband