Einræðisherrann.

Helst mega engin fyrirtæki þrífast í landinu nema starfsmenn þeirra séu í aðildarfélögum ASÍ. Hinir Marxísku stjórar verkalýðshreyfingarinnar hafa hreðjatak á íslensku atvinnulífi enda hafa lengi vel einungis verið lyddur hjá SA sem samþykkja hvaða dellu sem er mótþróalaust. Síðan er bankað upp á í Stjórnarráðinu áður en undirskriftir eru þornaðar og ríkissjóður kemur til bjargar. Þrátt fyrir allt tal um félagafrelsi á Íslandi þá er það ekki svo í raun. Raunveruleikinn er sá að skylduaðild er að verkalýðsfélögum í landinu. Launamenn eru að þeim forspurðum látnir greiða í verkalýðsfélög og þeim sem ekki eiga aðild að SA er samt gert að lúta þeim samningum sem þar eru gerðir. Réttur vinnuveitenda í dag er hverfandi eða kannski réttar að segja að vinnuveitendur eru algjörlega réttlausir. Hryðjuverkamaddömurnar hjá ASÍ og Eflingu eru ekki lengur sáttar við að fólki sé þröngvað til aðildar að félögum sem það jafnvel vill ekki vera í heldur skulu þau félög vera innan aðildar ASÍ. Það er virkileg þörf á löggjöf sem tekur á þessu og bannar skylduaðild að verkalýðsfélögum og losar þá atvinnurekendur sem ekki eru innan aðildar SA undan því að lúta samningum þeirra samtaka, þeir eiga að geta gert samninga beint við sína starfsmenn eins og fólk gerir sín á milli í öðrum efnum.


mbl.is ÍFF „aðför að réttindum vinnandi fólks“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 223
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 174
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband