22.7.2021 | 10:03
Hnignun og leti.
Varla er við starfsfólkið að sakast þó það læri ekki tungumálið í einum grænum. Og ekki er það rekstraraðilanum að kenna þó hann fái ekki íslenska letingja til að rísa upp úr sófanum til sjálfsbjargar. Það hlýtur samt að vera eitthvað að þegar þúsundir þiggja atvinnuleysisbætur þar sem þau komast upp með að hafna vinnu sem í boði er og á sama tíma þarf að flytja inn útlendinga til að manna störfin. Það vakti athygli mína þegar ég átti leið um Vík í Mýrdal fyrir nokkru síðan að ég hitti aðeins einn starfsmann í öllu plássinu sem talaði Íslensku. Sú manneskja er reyndar eigandi lítillar verslunar sem hún opnaði nýlega. Í dagvöruverslun á svæðinu talaði ég við fjóra starfsmenn og enginn þeirra talaði Íslensku, í annarri verslun sem selur fatnað ásamt ýmsu túristadóti talaði ég við fjóra og enginn talaði Íslensku, á kaffihúsinu voru tveir starfsmenn sem hvorugur töluðu Íslensku, á þjónustustöð olíufélags á svæðinu var enginn Íslenskumælandi þó amk. þrír starfsmenn hafi verið þar við afgreiðslu. Þetta ástand er reyndar alls staðar á landinu en Íslenskan er greinilega á undanhaldi alls staðar. Er ekki meira við stjórnvöld að sakast ? Lækka þarf atvinnuleysisbætur niður í þriðjung og þá hunskast iðjuleysingjarnir sem ekki nenna að vinna til þáttöku í samfélaginu. Meðan ekki fæst fólk til starfa eiga atvinnuleysisbætur engan rétt á sér.
Viðskiptavinir kvarta yfir erlendu starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 12
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 124
- Frá upphafi: 125328
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gisti á Fosshóteli í Júní í fyrra í Vík og það var enginn starfsmaður á hótelinu sem talaði íslensku og matseðillinn var á ensku.
Sigurður I B Guðmundsson, 22.7.2021 kl. 10:35
Ósköp finnst mér það leiðinlegt að tala íslendinga niður sem einhverja letingja,auðvitað geta sumir verið latir eins og gengur en ég neita að tala um íslensku þjóðina sem einhverja letingja,jafnvel þó atvinnurekendur vilji koma því í almenna umræðu til að auðveldara sé að fá samþykki fyrir innflutningi á erlendu vinnuafli.Mín upplifun er þessi:
Atvinnurekendur hringja í fólk af einhverjum lista frá vinnumálastofnun bjóða fólki vinnu og þetta fólk þarf kannski að keyra sig í vinnuna og þegar það er búið að reikna þann kostnað er niðurstaðan sú að fólk er þá farið að greiða með sér í vinnuna vegna lágra launa þ.e launa sem eru undir lámarks launum á ísl vinnumarkaði.
Sandy, 22.7.2021 kl. 11:05
Sandy, gerðu grein fyrir því hver þú ert nákvæmlega, ekki er þetta mynd af þér ? Ég tala hvergi um að íslenska þjóðin sé löt í heild sinni. Ég er að vísa í lata Íslendinga sem eru aðeins hluti af þjóðinni en fer ört stækkandi. Um kaup og kjör fer samkvæmt því sem verkalýðsfélögin hafa samið um fyrir sína skjólstæðinga sem ýmist eru sjálfviljugir eða nauðungarvistaðir innan verkalýðsfélaganna. Það er búið að semja um þessi laun og það á þá ekki að vera valkvætt hvort fólk nenni að vinna á þeim launum eða mergsýgur sig á samborgara sína. Eins og ég hef vísað í eru atvinnuleysisbætur (iðjuleysisbætur) allt of háar en eins og ég hef bent á þá er samfara vinnu kostnaður sem iðjuleysingjarnir losna undan.
Örn Gunnlaugsson, 22.7.2021 kl. 12:36
Sigurður.
Í Noregi eru talsvert ríkari kröfur um að erlendir starfsmenn læri málið. Hér eru engar kröfur. Mér þykir nú ekki til of mikils mælst að hægt sé að panta þjónustu í heimalandinu á móðurmálinu.
Örn Gunnlaugsson, 22.7.2021 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.