20.8.2021 | 15:50
Að lifa með veirunni.
Nú er ljóst að faraldurinn verður ekki kveðinn í kútinn alveg á næstunni amk. en er farinn að líkjast inflúensu eða kvefi. Af fréttum að dæma verða þeir sem bólusettir eru almennt ekki alvarlega veikir, finna aðeins fyrir vægum einkennum eða jafnvel engum. Einhverjir hljóta þó að veikjast alvarlega eins og gerist með alla kvilla. Þverhausarnir sem kjósa að láta ekki bólusetja sig eiga hins vegar á hættu að veikjast alvarlega og lenda á gjörgæslu í öndunarvél og kveðja þetta jarlíf jafnvel að fullu, sem við gerum reyndar öll að endingu. Það lifir víst enginn lífið af. Er ekki orðið tímabært að læra að lifa með þessari veiru, viðhalda persónubundnum sóttvörnum, þ.e. almennt gott hreinlæti og sprittun, innvortis sem útvortis til framtíðar ? Hætta forræðishyggjunni og láta fólk bera sjálft ábyrgð á sínu hreinlæti og sóttvörnum ? Þeir sem þverskallast við að láta bólusetja sig verða þá að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að veikjast alvarlega eða jafnvel drepast í prinsippi sínu. Kannski ekki sanngjarnt að samborgararnir sem hafa látið bólusetja sig og leggja þannig sitt af mörkum í baráttunni eigi að greiða fyrir umönnun þeirra sem þjást af slíkri þrjósku að hún dragi þetta fólk jafnvel til dauða. En það er ekki amaleg grafskrift ,,þrjóskaðist til bana,, og andlátstilkynningin gæti þá verið td. ,,andaðist á þverplankanum,, . Kannski viðeigandi að viðkomandi fái svo legplanka þvert á leiði sitt frekar en legstein.
Von á nýjum reglum um sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 78
- Sl. sólarhring: 157
- Sl. viku: 190
- Frá upphafi: 125394
Annað
- Innlit í dag: 66
- Innlit sl. viku: 149
- Gestir í dag: 64
- IP-tölur í dag: 64
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þau bólusettu sem fluttu veiruna inn um landamærin og ollu þessari stærstu smitbylgju frá upphafi faraldursins, eiga að sjálfsögðu að axla ábyrgð á því.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.8.2021 kl. 15:02
Þetta er skrítin afstaða hjá þér Guðmundur. Maður gæti haldið að þú sért með lögfræðimenntun. Það á sem sagt að láta þá sem þáðu bólusetningu að bera ábyrgð á öllu saman en ekki hina óbólusettu sem taka ekki þátt í að kveða drauginn niður. Einkennin virðast almennt verða vægari hjá þeim bólusettu og jafnvel engin. Hinir sem ekki þiggja þá vörn sem í boði er mega bara lifa við afleiðingarnar af þeirri þrjósku, já eða bara drepast, hverjum er ekki sama ?
Örn Gunnlaugsson, 23.8.2021 kl. 11:39
"Maður gæti haldið að þú sért með lögfræðimenntun."
Laukrétt.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2021 kl. 16:02
Og þá áttu það til Guðmundur að snúa hlutunum á hvolf. Við aumingjarnir sem lærðum að vinna með höndunum við að skapa verðmæti túlkum hlutina oft með öðrum hætti.
Örn Gunnlaugsson, 23.8.2021 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.