23.8.2021 | 10:46
Gamlingjar, öryrkjar, letingjar og öreigar.
Flokkurinn sá svarar ekki tölvupóstum þegar hann er spurður um stefnumálin sem virðast einskorðast við að útdeila peningum til þeirra sem ekki geta eða vilja leggja neitt á sig til að klæða sig og fæða. Lítill fróðleikur er á vefsíðu flokksins um fjármögnun þó stiklað sé á stóru. Ekkert er upplýst um hvort flokkurinn ætlar að leggjast á árarnar með öðrum að hrúga hingað inn talíbönum, austantjöldum og álíka huggulegheitum til að hrella okkur sem viljum lifa í sátt með kristnum gildum. Ekkert um vinnumarkaðsmál, ekkert um hvort flokkurinn vill ganga til liðs við Samspillingu og Villta Galna varðandi eignaupptöku. Og útlönd virðast bara ekki vera til hjá flokknum. En þessi flokkur er án efa vænlegasti kosturinn fyrir gamlingja, öryrkja, letingja og öreiga þó þeir rekist ekki endilega vel saman í hópi innbyrðis. Ég er að nálgast þann fyrstnefnda og svo er skrokkurinn farinn að láta á sjá. Ég er líka að verða latur með endemum svo það alveg spurning hvort maður leggi ekki sitt að mörkum við að undirbúa jarðveginn. Skítt með hvernig þetta verður fjármagnað, það kemur í hlut annarra.
Flokkur fólksins kynnir oddvitana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 77
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 189
- Frá upphafi: 125393
Annað
- Innlit í dag: 65
- Innlit sl. viku: 148
- Gestir í dag: 63
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flokkur fólksins er eins og flestir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi, að mestu leyti fjármagnaður úr ríkissjóði eins og sjá má í ársreikningum flokksins.
Upplýsingar um stefnumál má finna á heimasíðu flokksins undir valmyndinni "Málefni" og svo má finna á vef Alþingis tugi frumvarpa sem þingmenn flokksins hafa lagt fram.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2021 kl. 15:29
Þú ert að misskilja mig Guðmundur, ég er að tala um fjármögnun loforða, það er ekki nóg að kasta fram hugmyndum um fjármögnun án þess að sýnt sé fram á hvernig sé hægt að ná endum saman. Á heimasíðu flokksins undir málefni er eitthvað að finna um stefnumál en þau eru talsvert fleiri málefnin sem þarf að taka afstöðu til, ekki bara hægt að segja pass og það vantar talsvert upp á að eitthvað komi fram um það. Jafnvel þó sendur sé póstur á flokkinn um ákveðinn málefni þá er engu svarað. En eins og ég segi í pistli mínum þá ætti þessi flokkur vísan stórsigur ef allir sem persónulegan hag hafa af vægi hans kjósa hann, þar eru allir öryrkjar, allir öreigar, allir gamlingjar og allir letingjar. Þó hver um sig af þeim sem upp eru taldir eigi lítið sameiginlegt með öðrum þá má alveg ótrúlegt teljast að þeir flykkist ekki um að koma þessum flokki til valda. Hvað veldur að skoðanakannanir sýna svo lítið fylgi?
Örn Gunnlaugsson, 23.8.2021 kl. 15:45
Skoðanakannanir ná ekki til fólks yfir sjötugu þar sem þessi flokkur á sennilega einna mest fylgi.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2021 kl. 15:53
Helgi Pétursson (formaður landsamband eldri borgara og x Ríó Tríó) var í viðtali við Sigurlaugu í þættinum segðu mér í morgun. Var hann mjög málefnalegur og benti á að eldri borgar væru um 72 þúsund. Hugsið ykkur ef "bara" helmingurinn mundi kjósa sama flokkinn?
Sigurður I B Guðmundsson, 23.8.2021 kl. 16:04
Guðmundur, þessi flokkur getur alveg sótt fylgi sitt til þeirra sem eru orðnir 60 ára þar sem þeir geta þá farið að taka úr lífeyrissjóðum.
Sigurður, 72 þúsund gamlingjar, 24 þúsund öryrkjar, ég er ekki alveg viss hve margir öreigar og letingjar en nokkur þúsund örugglega. Ætti þessi flokkur ekki bara að vera einn í meirihluta og ekki þurfa málamiðlanir við neina aðra ?
Strákar, ég veit ekki en ég er alveg að detta í gamlingjann og ef efndirnar verða jafn fagrar og fyrirheitin er ekki spurning að setja X - ið á þennan flokk. Hvað haldið þið ?
Örn Gunnlaugsson, 23.8.2021 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.