Sóttdreifingaryfirvöld og Leifsstöð.

Besti staður til að ná í afleggjara af þessari eftirsóttu veiru sem og öllum öðrum pestum er í komusal Leifsstöðvar. Þarna er fólki hrúgað saman eins og síld í tunnu, skipað að þétta raðirnar, sniðganga fjarlægðamörk og slefa á öxlina á næsta manni. Í sýnatökurýminu ulla svo allir hver upp í annan til að geirnegla að menn smitist ef veiran er á staðnum á annað borð. Ef menn ná sér ekki í smit í komusal Leifsstöðvar er býsna hæpið að ná sér í veiruna nokkurs staðar annars staðar. Kom frá Svíþjóð á sunnudaginn og lenti í þessum fíflagangi í Leifsstöð. Allt er þetta í boði íslenskra sóttdreifingaryfirvalda. Þessum gamanleik verður að linna þar sem þetta er lítið gaman fyrir þá sem taka nauðbeygðir þátt í leikritinu ef þeir ætla að koma sér til Íslands á annað borð. Ég er amk. hættur í leikritinu en legg til að söttdreifingaryfirvöld fari í annars konar sýnatöku en þeim sem ferðast eru skikkaðir til að gera. 


mbl.is Nýlega smitaðir þurfa ekki að sýna neikvætt próf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 268
  • Frá upphafi: 129033

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 170
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband