Á endanum

mun Skæða-Drífa og hennar ofstækissamferðarfólk innan verkalýðshreyfingarinnar fá vilja sínum framgengt og koma í veg fyrir að störf hjá þessu flugfélagi verði í framtíðinni skipuð Íslendingum sem skila sköttum til samfélagsins hér. Flugfreyjum hjá Icelandair tókst næstum því með dyggri aðstoð ASÍ að útrýma sjálfum sér og samstarfsstéttum sínum hjá sama félagi. Þau geta þakkað núverandi forstjóra Icelandair lífgjöfina fyrir að vera með bein í nefinu, nokkuð sem vantar algjörlega í nef forsvarsmanna SA. Opnun útibús í Litháen er fyrsti vísir af því að koma þessum rekstri úr landi þó ekki muni það breyta neinu um flug félagsins til og frá Íslandi. Neytandinn ræður algjörlega við hvern hann skiptir og tryggð við það sem íslenskt er fer þverrandi. Þar skiptir mestu máli hvar sambærileg þjónusta fæst fyrir minnstan peninginn. Skæða-Drífa og hennar fólk ættu að skoða söguna vel. Millilandaflug er í eðli sínu ekkert ósvipað millilandasiglingum. Fyrir nokkrum áratugum síðan var farmannastéttinni á Íslandi útrýmt vegna vitglapa og þvergirðingsháttar stjórnvalda og stéttarfélaga farmanna. Fór þar fremst í flokki Sjómannafélag Reykjavíkur sem nú heitir Sjómannafélag Íslands. Þrátt fyrir nýja nafnið eru forvígismenn þessa félags enn með hausinn fastann upp í endaþarminum á sjálfum sér þar sem hann hefur verið pikkfastur alla tíð frá því grunnurinn var lagður að útrýmingu kaupskipaútgerðar á Íslandi. Nú dettur einhverjum í hug að vísa í skip sem að nafninu til eru gerð út af Eimskip og Samskip en þá ber þess að geta að þau sigla undir færeyskum fána. Þó einhverjir Íslendingar starfi um borð í þessum skipum þá eru þeir allir í vinnu hjá færeyskum fyrirtækjum. Af tekjum áhafna þessara skipa skilar sér ekki króna til íslensks samfélags þar sem skattarnir eru greiddir í Færeyjum og endurgreiddir vinnuveitanda þeirra þar að langstærstum hluta. Starfsmenn á þessum skipum og fjölskyldur þeirra sem búa hér á landi njóta þó allrar þjónustu íslensks samfélags, s.s. menntunar, heilbrigðisþjónustu osfrv. sem skattgreiðendur hér á landi þurfa þá að greiða fyrir. Þá er rétt að benda á að íslensk stjórnvöld hafa ekkert yfir millilandaförum sem skráð eru erlendis að segja og slíkt skiptir máli komi upp krísuástand í heiminum. Til hamingju ASÍ, þið standið ykkur vel í að útrýma millilandaflugi á Íslandi og ykkur mun eflaust takast það algjörlega á endanum. Í kjölfarið mun svo samkeppnisaðilinn fylgja á eftir eigi hann að lifa af samkeppnina. Þá verður væntanleg blásið til veislu þar sem atvinnulausu flugstéttafólki verður boðið að heiðra minninngu millilandaflugs á Íslandi áður en það hrökklast til útlanda í sambærileg störf þar fyrir mun lakari kjör en það starfaði á áður hér. Eru orðuveitingar til ASÍ ekki við hæfi fyrir svona vasklega framgöngu og eftirtektarverðan árangur ?


mbl.is „Laser-fókus“ Play í Litháen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 207
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband