23.4.2022 | 13:51
Máttlaus mótmæli.
Alvöru mótmæli við þessum gjörningi væru þau að þeir sem ósáttir eru og eru með viðskipti í Íslandsbanka færi viðskipti sín annað. Ef um slíkt áhlaup væri að ræða myndi gengi bréfa bankans lækka og þeir sem keyptu töpuðu þá. Að öskra sig hásan á gjörspillta pólitíkusa sem jafnvel hafa reynt að fela sig með að láta sér vaxa skegg skilar engu. Lilla Framspillta þykist hafa mótmælt sölunni en hvergi er neitt um það á prenti. Sjaldan fellur flaskan langt frá rónanum. Enn eru nokkrir sparisjóðir í landinu og þar er gott að vera í persónulegum samskiptum.
Mótmæla bankasölunni á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 60
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 172
- Frá upphafi: 125376
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 134
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvort mælir þú með því að viðskiptavinir Íslandsbanka færi innlánin eða útlánin sín annað? Ef þú skilur ekki spurninguna skal ég gjarnan útskýra.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2022 kl. 22:46
Grátlegt þegar horft er til þess að Bankasýslan hefði getað komið í veg fyrir alla þessa óánægju með því að miða "afsláttinn" við magnið sem var keypt
Einfaldur Excel reikningur
Grímur Kjartansson, 24.4.2022 kl. 07:46
Guðmundur, ég nefndi að viðkomandi færði VIÐSKIPTI sín úr bankanum annað. Ef eitthvað er fast í einhvern tíma eins og. td verðtryggðir reikningar þá er það þannig. Mér er fullljóst að bankarnir reyna að spyrða saman launareikninga og húsnæðislán en þá er bara að láta á það reyna og framhjá þessu eru leiðir. Það er ENGINN skyldugur að vera í viðskiptum við Íslandsbanka. Hættið að prumpa á Austurvelli og mótmælið af alvöru, þeir sem það vilja. Vonandi svarar þetta spurningu þinni en ef ekki skal ég reyna að útskýra á smábarnamáli.
Örn Gunnlaugsson, 26.4.2022 kl. 13:18
Grímur. Bjarni, Lilla, Kata og Bankasýslan vildu fyrst og fremst hygla vinum sínum og þess vegna eru ekki notaðar aðferðir sem almennt gerist á frjálsum markaði. Sama hvar í flokki þú berð niður, spillingin og viðbjóðurinn er algjör. Jafnvel þessi nýja kjaftfora í Samspillingunni er nú enginn engill, ávaxtaði hún ekki námslánin sín svona gríðarlega sem innherji í Kviku ? Ekki hefur Gamlingjaflokkurinn hreint borð og Ofrausn er með skítaklafann í eftirdragi. Helst Primatar sem ekkert er hægt að tengja við enda vilja þeir bara vera á móti en koma ekki með neinar lausnir eða vilja vera í stjórn. Svo er Simmi bara eins og hann er, úti í túni að háma í sig hrátt hakk.
Örn Gunnlaugsson, 26.4.2022 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.