23.12.2022 | 15:47
Leiðteygjur.
Fiskari er karlkyns orð. Maður er tegundarheiti. Konur eru líka menn en það virðist einhvern veginn hafa farið fram hjá þessu fluglærða fólki. Orðskrípisuppfinningar sem þessar hafa færst í vöxt undanfarið og ganga út yfir allan þjófabálk. Nú er talað um forstýru í stað forstjóra. Liggur þá ekki beinast við að kvenkyns leiðtogar séu kallaðar leiðteygjur ?
Fiskimaður verður fiskari í nafni kynhlutleysis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 125239
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hugarfóstur kynjafræðinga og þeirra sem aðhyllast trans hugmyndafræðinni. Að við látum þetta yfir okkur ganga er svo allt önnur Ella. Noti fólk ekki orðskrípin sem kynjafræðingarnir velja þá vonandi deyr þetta út með tímanum. Að opinberar stofnanir taki þátt í lauslætinu á tungumálinu okkar er ámælisvert. Reyndar er þetta hugðarefni Katrínar Jakobsdóttur og fleiri kvenna á þingi ásamt Andrési Ingi. Sjálf spyrni ég fótum við lauslætinu á tungumálinu.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 23.12.2022 kl. 17:50
Í mínum huga er þetta partur af þeirri útkynjun sem tröllríður öllu. Ég hef heyrt fólk fullyrða að kynin séu allt upp í sextán talsins. Það hefur nú samt ekkert breyst með að menn skiptast í tvö kyn, karl og konu. Svo getur fólk haft hinar ýmsu og undarlegustu kenndir en það breytir engu um kynið.
Örn Gunnlaugsson, 24.12.2022 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.