13.1.2023 | 12:57
Félagafrelsi!
Á Íslandi er félagafrelsi í orði en ekki á borði. Ef félagafrelsi væri í raun þá hefði fólk frelsi til að vera í hvaða félagi sem væri eða standa algjörlega utan félaga. Best sést í atkvæðagreiðslum hjá verkalýðsfélögunum sá fjöldi sem eru félagar viljugir. Hinn hlutinn sem er í flestum tilvikum mun stærri partur þeirra sem teljast félagar eru þá nauðbeygðir og skikkaðir til að greiða í félög sem þeir hafa ekki óskað eftir að vera meðlimir í. Ofstækisfólkið stillir þessu gjarnan upp sem ,,,við og hinir,,, en áttar sig ekki á að á endanum fara hagsmunir beggja saman. Það eru ekki allir vinnuveitendur vondir þó innan um leynist skemmd epli eins og alls staðar, jafnvel líka hjá Eflingu sem hefur reyndar komið á daginn.
Uggandi félagsfólk Eflingar í pattstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 91
- Sl. sólarhring: 162
- Sl. viku: 203
- Frá upphafi: 125407
Annað
- Innlit í dag: 74
- Innlit sl. viku: 157
- Gestir í dag: 72
- IP-tölur í dag: 72
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vissulega félagafrelsi en þú þarft að greiða samningsréttargjald til félagsins sem gerir kjarasamning fyrir stéttina sem þú tilheyrir eða starf. Eins og t.d. grunnskólakennarar, mega standa utan félags en borga umrætt samningsréttargjald sem er næstum eins hátt og félagsgjaldið. Þannig í orði ekki borði. Þetta er sennilega gert til að mörg félög semji ekki fyrir ákveðna starfsgrein.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 13.1.2023 kl. 14:07
Samningsréttargjald ? Orðskrípi er þetta. Mig rekur ekki minni til að ég hafi afsalað mér rétti mínum til að semja fyrir mig sjálfur þegar ég var launamaður á mínum yngri árum. Þá samdi ég við mína vinnuveitendur sjálfur um önnur kjör en gerðust meðal stéttarfélaga. Ég var samt skikkaður til að greiða í td. Sjómannafélag Reykjavíkur og Stýrimannafélag Íslands þó ég kærði mig ekki um aðild. Ég var skikkaður í verkfall til að berjast fyrir lakari kjörum en ég hafði samið um sjálfur. Þetta minnir óneitanlega á vernargjöld eins og mafíur austantajalds innheimta og ef þú borgar ekki skaltu hafa verra af. Nei félagafrelsi er ekki til á Íslandi og í raun ætti að leggja blátt bann við að félagsgjöld séu dreginn af launum nema viðkomandi launamaður hafi sótt skriflega um adild að verkalýðsfélagi sem hann kýs að vera í kæri hann sig um slíkt yfir höfuð.
Örn Gunnlaugsson, 13.1.2023 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.