19.4.2023 | 15:42
Stoltur fjórflokkurinn.
Þeir hika ekki við að láta birta myndir af sér forystumenn stjórnarflokkanna, brosandi fyrir framan eina stærstu ríkisframkvæmd sem nú stendur yfir. Þrátt fyrir að vera upplýstir um að aðalverktakinn sé með stórglæpamann og skattsvikara í undirverktöku við stóran þátt uppsteypunnar sem ætti í raun að sitja í fangelsi ef dómum væri fylgt eftir skella þeir skollaeyrum við. Framkvæmdastjóri verkefnisins er svo fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar og tekur þátt í að dæla súrefni til þeirra sem ætti í raun að halda frá allri atvinnustarfsemi. Fjórflokkurinn er samur við sig og er alveg örugglega sammála um að líða eigi mönnum skattsvik og glæpastarfsemi. Margt mætti nú gera við það fé sem þessum aðilum er leyft að stela frá samborgurum sínum. Ekki verður annað séð en að skattgreiðendur sitji uppi með Svarta - Pétur í ljósi tómlætis ráðamanna.
210 milljarða króna fjárfesting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 47
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 125363
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 121
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.