17.10.2023 | 14:04
Ósnertanlegir skattsvikarar.
Enginn ágreiningur er um þessi skattsvik milli stjórnarþingmanna og stjórnarandstöðuþingmanna. Þá er ekki hjá því komist að nefna að ríkisjötufólkið hefur mestan hag af því að ferðast sem mest. Það fær greidda ferðadagpeninga sem undanþegnir eru tekjuskatti að því marki sem þeir eru nýttir til útgjalda á ferðalögum á vegum vinnuveitanda. Samt færir allt þetta lið alla upphæðina til frádráttar og kemst upp með það væntanlega vegna þess að þeir sem eiga að hafa eftirlit með þessu fá að njóta með. Hins vegar eru eigendur einkafyrirtækja teknir í nefið af sömu eftirlitsaðilum og pönkast á þeim út í hið óendanlega. En hver leggur Play að jöfnu við Icelandair ? Barnapúðursbossarnir verða jú að sitja fremst með eitt og hálft sæti og dekur á leiðinni.
Skilur ekki hvernig þetta fær að viðgangast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 125239
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það voru gríðarlega mikilvæg lög í gildi á Íslandi fyrir nokkrum áratugum sem bönnuðu að örva sölu á vöru með annarri óskyldri, vegna þess að þannig viðskiptahættir valda að sjálfsögðu sóun.
Vildarkerfin eru slíkir viðskiptahættir. Þar að auki leggja fyrirtæki mikinn kostnað í að koma vildarkerfum á og viðhalda þeim. Sá kostnaður lendir á endanum á neytendum.
Á sama tíma og vildarkerfin eru leyfð erum við hér samkeppniseftirlitsbákn sem flækist fyrir atvinnulífinu og veldur tjóni, m.a. með óheyrilegum seinagangi.
Guðmundur K Zophoníasson, 17.10.2023 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.