18.10.2023 | 17:32
Mannbroddar.
Er ekki rétt að banna notkun mannbrodda svo fólk geti fengið að mölbrjóta sig í stórum stíl? Slíkt mun verða atvinnuskapandi fyrir bráðavaktina þar sem svo sárlega vantar eitthvað að gera. Staðreyndin er sú að við vissar aðstæður kemur EKKERT í stað nagladekkja og þær aðstæður eru býsna oft yfir háveturinn hér á landi. Í glerhálku og vindi mega naglalaus grófmynstruð dekk sín lítils. Slíkar aðstæður eru oft á heiðum og fjallvegum. Á fólk að eiga sérbíl til að skottast á í bænum og annan til að fara á út á land. Nær væri að nota sterkara efni í bundið slitlag. Þá er undirvinnan svo léleg almennt að yfirborðið sígur. Naglarnir valda ekki hjólförunum einir og sér.
![]() |
Það liggur í loftinu að sleppa nöglunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.