Það þarf að hafa ykkur í stuttum taumi.

Þarna fer forstjóri eins af stóru byggingaverktökunum mikinn. Nánast öll þessi stóru fyrirtæki ma. það sem hér um ræðir beitir verulega óþverralegum aðferðum til að hagnast. Þau semja við undirverktaka um stóra verkþætti vitandi það að margir þessarra undirverktaka bjóða í þá verkþætti með þann einbeitta brotavilja að ætla alls ekki að skila vörslusköttum af verkum sínum. Þannig undirbjóða þessir undirverktakar þá sem berjast við að skila því sem þeim ber en eru af þeim sökum ekki samkeppnisfærir. Glæpamennirnir sem vinna í undirverktöku fyrir þessi stóru verktakafyrirtæki skipta svo þýfinu með skúrkunum sem ráða þá, þ.e. þá sem dæla súrefni til þeirra og halda þeim þannig í rekstri. Bæði skúrkarnir og glæpamennirnir vita það að enginn verður settur í fangelsi fyrir gjörningana og því heldur þessi brotastarfsemi áfram og vex eins og blómstrið eina. Þessir aðilar eru jafnvel með stór verkefni fyrir opinbera aðila þar sem margdæmdir glæpamenn eru undirverktakar. Skúrkarnir sem ráða glæpamennina til undiverktöku geta ekki falið sig bak við að hafa ekki vitað betur því þetta er öllum ljóst. Stórt verktakafyrirtæki er með eitt stærsta verkefni síðari tíma í verktöku fyrir ríkið, Nýjan Landspítala. Sá verktaki er með glæpamann í undirverktöku sem skilið hefur eftir sig slóð gjaldþrota og hefur verið dæmdur fyrir skattsvik, þ.e. þjófnað á vörslusköttum. Yfir þessu verkefni er svo framkvæmdastjóri á vegum ríkisins, fyrrum Samfylkingarþingmaður sem tekur þátt í óþverrahættinum með því að halda hlífðarshjálmi yfir þessu hyski. Þrátt fyrir að honum hafi verið gert rækilega ljóst hvernig í pottinn er búið aðhefst hann ekki til að sporna gegn þessu. Nei svona fólk kann ekki að skammast sín og mun sennilega aldrei öðlast samvisku til að læra það. Svona hyski þarf allt að vera í taumi og það mjög stuttum.


mbl.is „Eigum við ekki bara að byrja með autt blað?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 223
  • Frá upphafi: 125430

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 173
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband