9.1.2024 | 11:09
Blómabrekkan nálgast.
Guði sé lof að vera kominn á seinni hálfleik og blómabrekkan nálgast vonandi. Sjálfur hef ég smakkað þennan herramannsmat. Framleiðsla á honum er ekki mjög frábrugðin þeim iðnaðarlandbúnaði sem hér er stundaður í svína og kjúklingarækt. Nú hafa ofstækisveganistar komið því í gegn að bannað verði að neyta þessa kjöts og væntanlega fylgja önnur kvikindi í kjölfarið. Þá er spurning hvort framleiðsla á þessu hundakjöti til dekurs og leiks verði einnig bönnuð. Nær hefði verið að banna þessi húsdýr lifandi í þéttbýli.
Suður-Kórea bannar framleiðslu hundakjöts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 214
- Frá upphafi: 125437
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 169
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fórstu nokkuð vitleysu megin fram úr í morgun??!!
Sigurður I B Guðmundsson, 9.1.2024 kl. 11:54
Nei Sigurður.
Ég vil bara minna á að menning annars staðar í heiminum er ekkert endilega eins og hjá okkur. Ég hef smakkað hvoru tveggja ásamt ýmsum öðrum kvikindum sem okkur þykir ekki matur hér og hef ég lifað það allt af og jafnvel forðað mér frá hungurdauða. Ef einhver vill éta hunda- og kattakjöt á bara að leyfa þeim það í friði. Eins á að láta þá í friði sem vilja gæða sér á hvalkjöti og veiða hvali og ekki láta einhverja ofstækisveganista sem þjást úr næringarskorti ráða þar för. Ég veit til þess að sums staðar í sveitinni þykir sjálfsagt að láta lömb og annan búpening spígspora upp í húsgögnum heimilisfólks á sama hátt og hundar og kettir í þéttbýli fá víða að gera og hvoru tveggja þykir mér ekki við hæfi. Húsdýr eiga ekki heima í þéttbýli en sjálfsagt að halda þau í sveitum landsins til nýtinga fyrir mannfólkið. Allt kjöt af þessum skepnum á hver og einn að fá að neyta að vild kjósi hann slíkt.
Örn Gunnlaugsson, 9.1.2024 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.