Minn gamli skóli.

Ég gekk í Laugarnesskóla alla mína barnaskólatíð og leið mér afskaplega vel þar, var afburðarnemandi þó ég segi sjálfur frá. Námsframmistöðu minn hrakaði þó verulega í gagnfræðaskóla þar sem ég var aðskotaviðundur í brimróti og saltroki vestur af Reykjavík en það bæjarfélag þótti afskekkt á þeim tíma en varð snobb síðar þó alltaf hafi það verið svefnbær. Sá skóli var byggður 1974. Ég er kominn á sjötugsaldur en ég minnist þess að alla mína skólagöngu í Laugarnesskóla voru bæði þeir starfsmenn og nemendur sem ég man eftir allir við hestaheilsu. Mygluð hús var eitthvað sem fólk var ekki með á milli tannanna þá. Sama má segja um Valhúsaskólann, ekki urðu neinir varir við myglu þar meðan ég nam við skólann og reyndar löngu eftir að minni skólagöngu lauk þar og ég hóf nám við skóla lífsins. Nú er fólk forviða yfir því að öll hús mygli, gömul og ný og þrátt fyrir aukna menntun þeirra sem að húsbyggingum koma dettur engum í hug að gott væri að lofta út, opna glugga td. og hætta að bera fram eftirlæti myglu sem byggingarefni, þ.e. gifsplötur. Valhúsaskóli andaði vel og myglaði ekki þar til ákveðið var að loka fyrir öndun inn í húsið sem hönnuð var í upphafi og um leið sótti mygla í sig veðrið. En það er kannski táknrænt að skólarnir mygli eins og kennslan en eins og ítrekað hefur verið í umræðunni þá eru gæði kennslu komin á par við gæði húsbygginga í dag þrátt fyrir aukna menntun kennaranna. Áður voru jafnvel bara leiðbeinendur sem kunnu jafnvel betur að miðla þekkingu sinni til nemenda en sprenglærðir kennarar nútímans. Fjöldi nemenda kemur ótalandi á íslenska tungu út úr skólunum með lesskilning í ruslflokki og getur þar að auki ekki skrifað skammlaust rétt mál. Foreldrar nútímans telja sér alls óskylt að koma að námi sinna barna, þeirra hlutverk er aðeins að búa þau til og svo geta yfirvöld átt restina. Enginn þorir að ráðast að rót vandans hvorki varðandi húsbyggingar né menntakerfið og keppnin um að vera sem mest hissa heldur bara áfram.


mbl.is Tugir kennara hröktust úr starfi vegna myglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 589
  • Frá upphafi: 121131

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 443
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband