7.9.2024 | 09:43
Flugfélag í dauðateygjunum.
Það styttist greinilega í endalokin hjá þeim. Ekki myndi ég kaupa miða hjá þeim, ekki einu sinn þó flugið væri á morgun. Forverar þeirra lögðu upp laupana mjög skyndilega, í bæði skiptin voru farþegar úti á velli og biðu vélanna sem aldrei komu. Skúrkurinn sem síðast lagði upp laupana var enn að selja miða þó engar kæmu vélarnar. Og Isavia tók tryggingu í eigum annarra fyrir lendingagjöldum skúrksins, en það hélt auðvitað ekki fyrir dómi. Þeir sem eru hrifnir af rúllettu stökkva á þetta tilboð nú.
Ný auglýsing Play vekur úlfúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 84
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 125315
Annað
- Innlit í dag: 61
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gæti verið að það sé verið að drepa niður eitthva! En sem betur fer safna þeir ekki VILDARPÚNKTUM á kostnað almennings! Og tilboð í flug frá Ríkisstjórninni er að versla við þá dýrustu! Nú það þarf víst að þjóna sínum kjörnum fulltrúum svo bestu kjörin fáist fyrir sem minnst fé! Nú er ég búinn að þvælast hingað og þangað í allskonar Flugþotum, án lúxsuss, þannig að blessuðum þjóðkjörnum fulltrúum okkar er ekki vorkun að sitja aðeins þrengra á almennu farími eins og almenningur! Það mætti kannski spara ríkisútgöldin um 20-30 milljónir+ en það má víst ekki! Því vildarpunktarnir ráða, og þá er bara eitt að allir innan Ríkisstjórnarinnar hafi bara almennt greiðslukort, eða Debetkort sem sagna engum púnktum!
Örn Ingólfsson, 7.9.2024 kl. 21:06
Sæll nafni. Þetta félag hefur aldrei skilað hagnaði og mun ekki gera nokkurn tímann. Gleymdu því ekki að þegar dæmið verður gert upp mun almenningur borga brúsann. Svo því sé haldið til haga en er þessu máli algjörlega óviðkomandi þá er skömm að því að þjónar almennings skuli þiggja mútur í formi vildarpunkta. En gleymum því ekki að vel á þriðja tug flugfélaga flýgur til og frá landinu í harðri samkeppni hvert við annað. Það er því engin þörf á vonlausum félögum eins og Play og forverum þess sem mokað hafa út úr lífeyrissjóðum landsmanna til að veita öðrum aðhald. Skandall lífeyrissjóðanna er svo einn kapituli út af fyrir sig.
Örn Gunnlaugsson, 7.9.2024 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.