10.12.2024 | 10:38
Háskólagráðu í allt.
Það er af sem áður var. Verkleg reynsla fer fyrir lítið. Þegar ég lærði skiptjórn í kringum 1980 þá var krafist 24 mánaða siglingatíma sem háseti til að hefja nám. Svo þurfti 12 mánuði í viðbót til að fá réttindi sem undirstýrimaður og 36 mánuði sem stýrimaður, þar af 12 mánuði sem yfirstýrimaður til að öðlast skiptjórnarréttindi á farskip. Sé miðað við að menn sigli aðeins annan hvern túr eins og algengt er nú væru menn orðnir fjörgamlir í dag áður en þeir væru komnir með full réttindi. En í þá daga sigldu menn almennt mun meira, þeir voru ekki uppteknir af að vera í fríi. Ég náði þessum áfanga nokkrum áður en ég hypjaði mig í land og var þá kominn með réttindi til að sigla um öll heimsins höf skipum af hvaða stærð og gerð sem var. Þó hefði ég þurft að taka eitt ár í mannasiðum til viðbótar í Lordinum sem kallað var til að öðlast réttindi á baujubátana gráu. Þá lærðu menn á segulkompás og sextant og allt sem liggur á bak við fræðin sem þykir ekki móðins í dag. Í dag er enginn nógu háttskrifaður nema vera með háskólagráðu og skiptir engu hver þörfin á öllum lærdómnum er. Barnapössun og bókaröðun er jafnvel háskólanám fyrir utan alls kyns annars konar óþarfa með tilheyrandi orðskrípisgráðuheitum. En samt er fólk almennt ekkert flínkara en það var áður.
Skip- og vélstjórn fer á háskólastig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 437
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 302
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Örn þetta er sérstaklega góður pistill hjá þér og góð áminning þess efnis hvert við erum að stefna í menntunarmálum og bara í flestu. Ég hef miklar áhyggjur afmenntun sjómanna. Eins og þú manst eftir frá því að við vorum í Stýrimannaskólanum, þá var lögð á það mikil áhersla að kenna okkur að bregðast við því ef "TÆKNIN" brygðist (rafmagnið færi,tölvurnar "klikkuðu" og fleira þess háttar). Árið 2003 fór ég svo að vinna sem fjármálastjóri í Sjómannaskólanum og einnig var ég í kennslu við Stýrimannaskólann. Þar var ENGIN kennsla sem var í því fólgin hvernig ætti að bregðast við ef TÆKNIN dytti út og til undirstrika það hversu HÁÐ við erum orðin tækninni þá er það orðið þannig ef þú kemur upp í brú á nýju skipi þá finnur þú ekki einu sinni "RATT" (það er ekki hægt að handstýra skipinu). Hins vegar er allt fullt af tölvum og tölvuskjár í tugatali. Sjókort eru yfirleitt ekki til um borð á pappírsformi heldur eru þau geymd í "tölvu". Fleira mætti svo sem telja upp en þá yrði þessi athugasemd allt of löng en ætti að gefa einhverjar vísbendingar........
Jóhann Elíasson, 10.12.2024 kl. 12:16
Nei Jóhann, kennslan í dag gengur út á að ef þetta er svona þá ýtir þú á þennan takka en hinn ef það er eitthvað annað. En enginn veit hvað býr að baki og ef ekki er rafmagnið þá gerist lítið við að ýta á takkana fínu. Þar sem ég er nú ekki hörundsár maður þá hef ég bara gaman af því þegar ungviðið gerir grín að mér og segir að ekki sé lengur notast við segulkompás og sextant að ekki sé minnst á að splæsa tóg eða kanna stöðu tanka upp á gamla mátann. En eitt er víst að þau fræði sem kennd eru í dag bjarga mönnum ekki á ögurstundu, það er bara eitt viðbragð, HJÁLP. Í þessu er það praktíkin sem skiptir máli langt umfram fagurfræðina í nútímætækninni sem mikill dýrðarljómi svífur yfir....en kemur að litlu gagni ef á reynir.
Örn Gunnlaugsson, 10.12.2024 kl. 12:48
Þetta er alveg hárrétt hjá þér Örn. Ég efast stórlega um það að ef þú spyrðir skipstjórnarmann að því í dag "HVER SEGULSKEKKJAN VÆRI" þá efast ég um að hann vissi svarið...........
Jóhann Elíasson, 10.12.2024 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning