27.12.2024 | 13:51
ISK orðinn alþjóðlegur gjaldmiðill.
Loksins kom að því að erlendar verslanir eru farnar að taka við greiðslu í ISK og sumar eingöngu í þeim gjaldmiðli. Skv. DV þykist Nýja Vínbúðin vera erlendur söluaðili. Þessi erlendi söluaðili á hrós skilið fyrir að taka við íslenskum krónum. Ég var að spá í af því ég á afgang af Zimbavbe dollurum, Nígerískum Nairum og Congoskum Zairum frá því ég var að þvælast í Afríku kringum 1980 - 1990 hvort ég gæti keypt eitthvað fyrir þessar restar í Nýju Vínbúðinni. Það er hreinlega fáranlegt að lagaumgjörðin um þessar svokölluðu netverslanir skuli ekki vera skýrari þannig að ekki nægi að kalla til einhverja mafíulögmenn til að afbaka raunveruleikann og senda laganna verði til baka með skottið á milli lappanna.
Segir lögreglu hafa hætt við þegar lögmaður mætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.12.): 17
- Sl. sólarhring: 181
- Sl. viku: 464
- Frá upphafi: 127287
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 378
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Amazon gerir þetta lika.
Bara stillingaratriði.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.12.2024 kl. 17:12
En er það ekki bara viðmiðun eins og hjá booking.com ofl. Greiðslan er þar samt í erlendum gjaldmiðli.
Afbökunin á því hvað er sölustaður og afhendingarstaður er svona svipað og þegar ekki mátti selja vín í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Þá keyptu farþegarnir einfaldlega tómt glas og fengu eina áfyllingu gefins. En ef það er lögum samkvæmt að hinir og þessir megi selja brennivín alla daga allan sólarhringinn hvers vegna ætti þá lögreglan að vera að eyða púðri í þetta ? Vantar hana verkefni ?
Örn Gunnlaugsson, 27.12.2024 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning