25.2.2025 | 09:15
Animal Farm er víða.
Verkalýðsforingjarnir eru margir hverjir greinilega ekkert skárri en það fólk sem þeir eru duglegastir við að gagnrýna nema síður sé. Napóleon og Snækollur leynast í ýmsum skúmaskotum. Þingmenn Flokks Fólksins gefa sig út fyrir að berjast fyrir því að lítilmagninn fá sanngjarnari sneið af kökunni, það er eftir sem áður jafn mikið til skiptanna. Þeir sem maka krókinn sér til hagsbóta á þennan hátt sýna þetta ekki beint í verki. Nú verður minna eftir af kökunni fyrir almenna félagsmenn VR.
![]() |
Ragnar Þór fékk um 10 milljóna eingreiðslu frá VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 9
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 368
- Frá upphafi: 129135
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 243
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann er ekki mikill munurinn á KÚK og SKÍT.....
Jóhann Elíasson, 25.2.2025 kl. 09:41
Biðlaun ættu bara að detta út um leið og menn eru komnir á launaskrá annarsstaðar. Þetta er Ísland í dag, eitt af spillingum í landinu.
Hjörtur Herbertsson, 25.2.2025 kl. 11:28
Nei, Jóhann, eini munurinn er kannski við hvaða aðstæður hann hefur verið geymdur og hve lengi.
Hjörtur, spurning eftir hverju verið var að bíða, biðlaun ? Gott er mínútukaupið!
Svo er þetta auðvitað í hróplegri andstöðu við það sem þessi maður hefur samið um fyrir sína umbjóðendur.
Örn Gunnlaugsson, 25.2.2025 kl. 12:56
Satt er það Örn, -og alls ekki og djúpt í árina tekið.
Ragnar Þór, sem hóf sína pólitísku herferð hér á blogginu skömmu eftir hrun gerði atlögu að þjófnaði af launafólki í gegnum lífeyrissjóðina. Hann fékk áheyrn, og var treyst til verkalýðsforingja eins af stærstu verkalýðsfélögum landsins.
Ragnar Þór lagði aldrei til við kjarasamninga að lífeyrisgjöld yrðu lækkuð eða lífeyrisþegum leift að sjá sjálfum um ávöxtunina, en eftir hrun voru þau gjöldin hækkuð úr 12% upp í 15,5% til að fóðra hálftóma sjóði. Nei, -áfram skildi haldið að fóðra skrímslið og hækka launin til móts þörfina þó svo að það kostaði bæði verðbólgu og háa vexti.
Það þarf því engum að koma á óvart nú að Ragnar Þór sé ómerkilegur pappír. Hjá venjulegu launafólki er það þannig að þegar það hættir í vinnu og fer í aðra vegna betri launa eða eigin framagirni, þá fær það ekki feita starfslokasamninga.
Allt annað gegnir um jötuliðið á Íslandi, sem Ragnar Þór hefur komist í kynni við, flest með miklu meira en milljón á mánuði, -og algerlega á framfæri vinnandi fólks. Þetta lið er að mestu hætt að geta þrifið skítinn heima hjá sér sjálft, það fær til þess fyrirtæki sem flytur inn fólk á mansals launum.
Magnús Sigurðsson, 25.2.2025 kl. 13:19
Já Magnús. Ragnar er hluti af spillingarelítunni. Og fyrst þú nefnir lífeyrissjóðina þá tel ég víst að sjálfur hefði ég ávaxtað betur það fé sem ég hef á lífsleiðinni verið skikkaður til að í greiða í þessa sjóði en þeir hafa gert fyrir mig. Ég hef alla mína tíð frá því ég hóf að greiða í lífeyrissjóði haft rífandi tekjur, sem reyndar hafa komið til vegna vilja til að taka alla vinnu sem í boði hefur verið og ég hef komist yfir. Af þessum tekjum hefur alltaf verið greitt í lífeyrissjóði lögum samkvæmt. Ég hóf töku lífeyris sextugur og nema mánaðarlegar greiðslur til mín fyrir skatt tæpum sjötíu þúsundum. Átti þetta einhvern tímann að vera gamanleikur ?
Örn Gunnlaugsson, 25.2.2025 kl. 13:46
Ég get sagt sömu sögu og hefði nú út úr þessu svipaða upphæð, en er reyndar ekki farin að fá krónu, en get þess vegna hafið töku nú á árinu.
Það sem ég greiddi fyrir árið 2000 hvarf á einu bretti í Stoke ævintýrið. Síðan var það Landsbankinn um hrun sem hirti 30%, -og núna er þetta sem eftir er, -að mér skilst í ávöxtun hjá Play.
Magnús Sigurðsson, 25.2.2025 kl. 14:02
Já Magnús, Play er auðvitað frábær fjárfestingakostur sem hefur alla burði til að gera fjárfestana moldríka. Heldurðu að stjórnendur lífeyrissjóðanna sem köstuðu fjármunum sjóðsfélaganna í Play hafi fjárfest eitthvað persónulega í þessu glapræði ? Það fer eitthvað fáum sögum af því.
Örn Gunnlaugsson, 25.2.2025 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.