8.8.2025 | 10:38
311 manns að sýsla við hvað ?
Eftir því sem ég kemst næst með innliti á vefsíðu Seðlabankans eru þar 311 stöðugildi. Hvað er allt þetta fólk eiginlega að sýsla við ? Er það eitthvað sem skiptir máli ?
![]() |
Þessi sóttu um stöðu framkvæmdastjóra hjá Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halda vöxtum háum?
Guðmundur Ásgeirsson, 8.8.2025 kl. 13:59
Guðmundur, hvaða sem stýrivöxtum líður þá eru innlánsvextir ekki háir. Í mörgum tilfellum ná þeir ekki að viðhalda verðgildi höfuðstólsins vegna þess að mannvitsbrekkurnar á Alþingi hafa ákveðið að greiða skuli skatt af verðbótum eins og um fjármagnstekjur sé að ræða. Á verðtryggðum reikningum greiðir sparifjáreigandinn meira að segja skatt af verðrýrnuninni, svo gáfulegt sem það nú er.
Örn Gunnlaugsson, 8.8.2025 kl. 14:14
Það sama gildir um óverðtryggða reikninga, á þeim eru allir vextir skattlagðir ekki aðeins þeir sem eru umfram verðbólgu. Reyndar samræmist því markmiði peningastefnunnar að draga úr neyslu alveg ágætlega ef vextir fjármagnseigenda eru lágir. Það sem ég átti við eru lánin.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.8.2025 kl. 14:20
Þú vissir að þeir réðu til sín sérfræðing í loftslagsmálum og það án þess að auglýsa djobbið!!
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 8.8.2025 kl. 20:17
Guðmundur, þú átt amk. að skila þeim verðmætum sem þú færð lánuð til baka órýrðum og kannski eitthvað fyrir að fá þau lánuð. Ef vextir fjármagnseigenda eru neikvæðir þá virkar það í raun þannig að hvetja til eyðslu og ef vextir lántakenda eru lágir eða neikvæðir er það bein ávísun á eyðslufyllerí. En þeir sem sprenglærðir eru á afturendann hafa etv. einhverja aðra sýn á þetta.
Þórdís, Pabbi heitinn vann mestan sinn aldur í Seðlabankanum, byrjaði reyndar þar meðan Seðlabankinn var skúffa í Landsbankanum, en þá var starfsmannafjöldinn ekki slíkur að þeir flæktust hver fyrir öðrum. Þá voru stjórarnir lika með gagnleg verkefni. Ekki bara að halda á snobbkaffibolla í beinni eins og Hrungeir núverandi æðstiklerkur (sem sagði korteri fyrir hrunið 2008 að allt væri í himnalagi). Gaman væri nú að sjá skýringar á því hvað hver og einn starfsmaður er að sýsla við. Þórarinn aðalhagfræðingur fékk spurningu á fyrirlestri utan úr sal: Hvað vinna margir í Seðlabankanum. Hann fékk svarið líka utan úr sal: Svona tæplega helmingurinn. Ég held hann hafi ekki einu sinni verið volgur.
Örn Gunnlaugsson, 9.8.2025 kl. 08:55
Það væri sennilega nóg að hafa einn sem sinnti þessu í hlutastarfi.
A “bullshit job” is a term coined by anthropologist David Graeber in his 2018 book Bullshit Jobs: A Theory.
Definition
A bullshit job is a form of paid employment that is so pointless, unnecessary, or even harmful that the person doing it feels it should not exist, yet they must pretend it is meaningful to justify its continuation.
Graeber describes it as work where:
The tasks serve no clear purpose or benefit to society.
If the job disappeared, nothing important would be worse off.
The worker themselves often recognises its uselessness, which can cause feelings of frustration or cynicism.
Graeber’s Five Main Types of Bullshit Jobs
Flunkies – Jobs that exist mainly to make someone else look or feel important (e.g., unnecessary receptionists for small teams, “assistants to assistants”).
Goons – Jobs with an aggressive or adversarial role that wouldn’t exist without similar roles in other organisations (e.g., lobbyists, telemarketers, some corporate lawyers).
Duct Tapers – Jobs created to fix avoidable problems that shouldn’t exist in the first place (e.g., someone constantly compensating for bad software or poor systems).
Box Tickers – Jobs whose main purpose is to create the appearance that something useful is being done, usually for compliance or reporting.
Taskmasters – Managers whose main role is to assign and oversee work that may not need doing at all, or to manage people who don’t need managing.
Important Note
Calling something a “bullshit job” is not about the job being easy, low-paid, or unpleasant.
It’s about pointlessness — even highly paid or prestigious roles can fit the definition if the work has no real value.
Hörður Þórðarson, 9.8.2025 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.