Spurning um ábyrgð sem risið verður undir.

Þeir sem eru á móti þjóðaratkvæðagreiðslunni reyna nú að snúa þessu upp í að ekki sé ljóst hvað á að kjósa um, þ.e. ef forsetinn neitar að skrifa undir. Það liggur hins vegar fyrir og hefur gert um tíma hvað kjósa á um og er um að ræða einfalda "já/nei" spurningu. Þetta snýst nákvæmlega um hvort sú ríkisábyrgð sem veitt verður verði með þeim fyrirvörum að þjóðin rísi undir því að greiða það sem hún er sett fyrir í efnahagslegu tilliti eða hvort þjóðin takist á hendur ábyrgð sem ekki er ljóst að hún getur staðið undir. Hin umdeildu lög sem landráðamennirnir 33 samþykktu rétt fyrir áramót bera með sér sama hugsunarhátt og tíðkaðist hjá einstaklingum áður þegar þeir ábekktust víxla fyrir vini og kunningja án þess að setja niður fyrir sér hvort þeir væru í raun borgunarmenn fyrir þeim ábyrgðum sem þeir gengust í ef illa færi. Þetta var líka landlægt hér rétt áður en allt hrundi. Menn spenntu bogann svo hátt í lántökum að greiðslubyrði miðaðist við að aldrei myndi neitt út af bera, þ.e. að tekjuflæðið til að standa undir greiðslum myndi ekki minnka. Það er búið að samþykkja ríkisábyrgð vegna Icesave með fyrirvörum um að efnahgslegar forsendur séu hér til að mögulegt sé að rísa undir greiðslum ábyrgðinni tengdum. Hollendingar og Bretar þurfa aðeins að staðfesta að þeir gangi að þeim skilmálum og þá verður sú ríkisábyrgð virk. Þau lög sem landráðamennirnir 33 samþykktu rétt fyrir áramót taka til breytinga á þessum lögum sem valda því að ríkisábyrgð verður fyrir greiðslunum óháð því hvort þjóðin rís undir þeim eða ekki. Þeir sem gangast í ábyrgð fyrir skuldara sem ekki getur greitt skuldir sínar fer í þrot ef hann getur ekki sem ábyrgðarmaður gert skil á því sem hann gekkst í ábyrgð fyrir skuldarann ef engu er hægt að ná af skuldaranum. Þeir sem ábyrgjast skuldbindingar annarra ættu að hugleiða hvað það er sem þeir eru að gangast í ábyrgð fyrir og setja fyrirvara við að slíkar ábyrgðir nái almennt eingöngu til þess sem þeir geta risið undir ef illa fer hjá skuldara. Í hnotskurn snýst umrædd þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta. Er öruggt að þjóðin geti risið undir þeirri ríkisábyrgð sem veitt verður fyrir Icesave greiðslum án þess að gengið verði að eigum hennar?
mbl.is Undirskriftir gegn Icesave vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Örn, mikið er ég sammála þér. Það er alveg ótrúlegt hvernig sumir vilja ekki sjá þetta Icesave í réttu ljósi. Auðvitað á þjóðin að fá að ráða hvort hún vilji, geti og treysti sér í þennan reikning sem er ekki hennar að borga og Bretar og Hollendingar vita það. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.1.2010 kl. 13:07

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Lagalega eigum við ekki að greiða. Siðferðislega má hugsa sér að við deilum þessu með Bretum og Hollendingum í hlutfalli við höfðatölu, þeir hafa jú líka sínar eftirlitsstofnanir sem klikkuðu ekki síður en okkar. Ríkisábyrgð sem samþykkt var með lögunum í sumar er það ítrasta sem íslenska þjóðin getur boðið og er að mínu mati mjög rausnarlegt tilboð - í raun ofrausn. Það sýnir að við viljum ganga eins langt og við mögulega getum, en ekki lengra en það.

Örn Gunnlaugsson, 3.1.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 221
  • Frá upphafi: 125428

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 171
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband