Hugmyndaflug á heimsmælikvarða!

Það verður nú að taka viljann fyrir verkið hjá þessum snillingum sem stjórna Isavia. Ef þessi dómur hefði fallið Isavia í vil þá hefðu kröfuhafar vegna skulda í fasteignum getað stefnt nágrönnum skuldarans til greiðslu og gert lögtak í húsum þeirra bara fyrir þær einu sakir að búa í sömu götu og skuldarinn. Hjá Isavia er ekki ein báran stök. Allt sem kemur að þjónustu er rukkað fyrir upp fyrir rjáfur. Á Keflavíkurflugvelli er gjaldtaka fyrir bílastæði með þeim hætti að sé ferðast fyrir nokkra daga til útlanda þá borgar sig frekar að taka leigubíl af höfuðborgarsvæðinu en að geyma bílinn úti á velli. Svo hressilega er rukkað fyrir aðstöðu á vellinum að það er aðeins fyrir efnafólk að kaupa þar eitthvað að bíta og brenna. Reyndar er fóðrið á vellinum sem stendur til boða svo dapurt að flokka verður það með andafóðri í brauðformi. Ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að bjóða þar upp á mat eins og td á Kastrup, Heathrow eða Gatwick. Klúðrararnir sem stjórna Isavia sitja sem fastast þrátt fyrir að valda félaginu sem er í eigu ríkisins stórtjóni. Mörgum er nú sparkað fyrir minna í einkageiranum. En þessi málarekstur sýnir að hugmyndaflugið er frjótt hjá snillunum, Sky is the limit!


mbl.is Isavia hlaut ekki meðbyr í Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarna var reynt að rukka einhvern um skuldir sem hann var ekki skuldari að. Réttilega fékk kröfuhafinn því ekki framgengt.

En það hefur líka gerst að einhverjir (lesist bankar) hafi rukkað fólk um skuldir án þess að færa sönnur á að eiga hina meintu kröfu (og allt of oft komist upp með það).

Hver sem er getur farið til sýslumanns og fengið ljósrit af hvaða þinglýsta veðskuldabréfi sem er. En má viðkomandi þá krefja eiganda hins veðsetta um greiðslu þess?

Finna má marga dóma þar sem ljósrit eða tölvuútprent af "einhverju" var tekið gilt sem sönnun fyrir kröfu, bara vegna þess að ljósritunarvél eða prentari var í eigu banka.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2024 kl. 23:58

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Takk fyrir innlitið Guðmundur.

Ég kannast alveg við að bankarnir hafi oft neitað að leggja fram frumrit og borið fyrir sig að það hafi ekki fundist, en samt átt ljósrit. En vörðust þessir meintu skuldarar með því að vísa í að aðeins frumritið væri andlag uppgjörs og því yrði ekki gert upp nema gegn afhendingu þess ? Slíka kröfu gerði ég í máli sem ég átti í við Lands(ráns)bankann og þá fannst skyndilega frumritið. Það dugði þó ekki til að bankinn gæti pönkast í mér umfram efni þar sem skilmálar bréfsins voru ekki lögum samkvæmt. Ísland er svo sannarlega viðbjóðslega sýkt af spillingu og glæpastarfsemi sem oftar en ekki er varin af velmenntuðu fólki þar sem það neytir aflsmunar við lítilmagnann. En Isavia stjórnendur hljóta að taka inn ofskynjunarlyf á hverjum morgni en ættu etv. að skipta yfir í Þorskalýsi til að skerpa á skynseminni sem er nú kannski ekki upp á marga fiska hjá þeim eins og dæmin sanna.

Örn Gunnlaugsson, 7.5.2024 kl. 09:42

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stundum vörðust menn með því að vísa í að aðeins frumritið væri gilt. Ég þekki a.m.k. eitt slíkt dæmi sem útheimti margra ára málaferli en frumritið fannst aldrei.

Þekki líka dæmi um að lán væru greidd upp og krafist afhendingar frumrits, sem bankinn sagðist hafa sent með pósti en á dularfullan hátt "týndist" í póstflutningum.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2024 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 716
  • Frá upphafi: 117625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband