Eins og ég segi, ekki eins og ég geri.

Viðkvæðið hjá þeim sem efst tróna er: Gerðu eins og ég segi en alls ekki eins og ég geri. Á Bessastöðum situr forseti, reyndar minnihluta þjóðarinnar sem staðfestir lög. Sá hinn sami var fyrir stuttu síðan að útdeila dúsum til þurfalinga sem illa geta framfært sig af eigin verðleikum. Þar voru allir grímulausir í trássi við sóttvarnarreglur. Skilaboðin geta tæplega verið skýrari, reglur um grímuskyldu skal virða að vettugi. 


mbl.is Aflétt á sex til átta vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtök sem ekki eru til.

Engin samtök eða félög eru skráð með þessu nafni hjá skattinum á Íslandi, amk. kemur ekkert upp þegar leitað er. Kannski skráð sem sértrúarsöfnuður í Miðausturlöndum? Hvernig er bókhaldi hjá þessum uppdiktuðu samtökum háttað ? Eitthvað kostaði að senda hótunarbréfin út og væntanlega einhver annar kostnaður. Hvernig er haldið utan um fjárframlög ? Eða hefur Arnar æðstiklerkur bara frjálsar hendur og þarf ekki að standa skil á neinu ? Er hann kannski bara búinn að skipta um nafn og heitir núna Frelsi og ábyrgð ?


mbl.is Kvarta til landlæknis vegna sóttvarnalæknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓMÞ.

Það hefur ekkert upp á sig að eyða orðum á ÓMÞ. Þeir eru búnir að ákveða að þeir hafi rétt fyrir sér í einu og öllu. Þetta fólk er hreinlega ekki samfélagstækt. Það tekur engum rökum og þó fyrir liggi óhrekjanlegar tölulegar upplýsingar um hvaða hópur smitaðra það er sem tekur upp plássin og þjónustuna í heilbrigðiskerfinu þá skellir það skollaeyrim við. Að mínu mati var ekki gengið nógu langt með að undanskilja útsetta þríbólusetta við sóttkvíarskyldu. Nær hefði verið að skella á algjöru útgöngubanni og undanskilja svo þríbólusetta, ekki vegna þess að þeir smita minna sem þeir virðast ekki gera. Heldur vegna þess að þeir veikjast almennt minna og þurfa því síður á spítala, 0,2% á móti 2,4%. Það eru staðreyndir sem ekkert þarf að velta sér frekar upp úr. Hættan er að ÓMÞ veikist svo illa ef öllu er aflétt að þeir setji heilbrigðiskerfið á hliðina. Umburðarlyndi gagnvart hinum Óbólusettu Moðfylltu Þverhausum er löngu þrotið. Þeir telja um 9% af heildinni og ekkert réttlætir að leyfa þessum samfélagslega óábyrga ruslaralýð að halda hinum 91% sem axlað hafa samfélagslega ábyrgð sína í takmörkunum. Þessi sértrúarsöfnuður er jafnvel kominn með sinn æðstaklerk á Alþingi. Það virðist svo sem ekki þurfa að hafa margt til brunns að bera til að sleppa þangað. Nú þurfa þingmenn þvert á flokka að standa í lappirnar og setja þessum 9% stólinn fyrir dyrnar og frelsa hin 91% undan ofríki ÓMÞ.


mbl.is „Óþægilegt“ bréf um bólusetningu barst skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Jan. 2022
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 25
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 230
  • Frá upphafi: 131017

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband