31.10.2020 | 10:38
Skiptir það máli ?
Skiptir máli hvað snendur í þessum snepli ? Þetta á að kallast fríblað sem borið er inn á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu en samt má kallast gott ef eitt blað skilar sér í viku. Merkilegt nokk að enginn saknar þess. Manni dettur í hug þegar staglast er á því að þetta sé mest lesna blað landsins þá sé það ekki alveg sannleikanum samkvæmt en því er kannski flett án þess að flettandinn verði mikið meðvitaður um innihaldið.
![]() |
Eigum ekki að þurfa að sitja undir svona vitleysu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2020 | 11:15
Breytinga þörf í breyttu grátstandi.
Það er alls konar ástand alltaf en óneitanlega aldrei eins. Nú er ástand sem er eiginlega orðið grátstand sem krefst þess að takmarka snertingu og nánd einstaklinga vegna veiru sem hefur brotist út til að vernda heilsu almennings. Það er nokkuð fyrirsjáanlegt að slíkt ástand mun vara um nokkurn tíma og sennilega lengur en væntingar eru almennt um. Nánast allir líða fyrir það ástand sem nú er og rekstraraðilar verða fyrir mismiklum skakkaföllum af þessum sökum. En þá þykir við hæfi að tylla sér á grátbekkinn og bíða eftir dúsu í lófann í stað þess að leita leiða til að halda rekstri áfram í því ástandi sem nú er og verður um einhvern tíma. Hvernig væri nú að SFV sem og aðrir rekstraraðilar í öðrum greinum komi með tillögur að breytingum á rekstrarskipulagi sínu til yfirvalda sem gætu orðið grunnur af því að að fyrirtæki séu opin jafnframt því að ásættanlegt sé talið að fullnægi nauðsynlegum smitvörnum ? Það mætti gera með skiptingu rýma í smærri hólf, aðgangi, skipulagi heimsókna gesta osfrv. Sviðslistir gætu hafist ef húsin skiptu upp rýmum. Allt kostar þetta peninga og ljóst að þjónustan verður dýrari en án efa er markaður fyrir slíkt. Fólk virðist í fyrra ástandi tilbúið til að borga tugi þúsunda fyrir stæði (ekki stól) á tónleikum, eyðir stórfé í ferðir til útlanda til að glápa á tuðruspark. Nú er tímabært að gera eitthvað annað en að gráta yfir vesældóm sínum og finna leiðir til að lifa með veirunni.
![]() |
Margir veitingastaðir munu ekki opna aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2020 | 10:41
Ofstæki.
Með ofstækisherferð ráðherra úr röðum Villtra Galinna sem ekki var einu sinni kjörinn á þing hefur tekist að gera plastpoka nánast útlæga. Það gleymist oft að plastpokann má nota oft rétt eins og hina svokölluðu fjölnotapoka en plastpoki er reyndar líka fjölnotapoki en hvoru tveggja er háð viðhorfi notandans. Það fer lítið fyrir umræðu um hve framleiðsla bómullarpoka og annarra svokallaðra fjölnotapoka er skaðleg umhverfinu. Spurning hvort ekki eigi líka að banna einnota þingmenn og ráðherra ? Þá verður nú fátt eftir á Vellinum!
![]() |
Plastpokabirgðir Krónunnar að klárast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2020 | 08:54
.....til að herða útbreiðslu veirunnar ?
Var farið í aðgerðir til að herða útbreiðslu veirunnar ? Svo er sagt í fréttinni. Það er hins vegar mikill misskilningur að landamærunum hafi verið lokað. Þau eru enn opin og fólk getur ferðast að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Svo er spurning hvort ferðaáhugi sé almennt mikill ? Ég þekki ekki marga sem hafa áhuga á að ferðast í dag og er það af hættu við að smitast en ekki þeirra skilyrða sem sett eru þeim sem vilja ferðast, en ég þekki svo sem ekkert mjög marga bara almennt, en það er nú afstætt hvað teljast margir og hvað fáir. En auðvitað veit flugmaðurinn mun betur en sóttvarnaryfirvöld til hvaða aðgerða er gáfulegast að grípa í svona faraldri, er ekki svo ?
![]() |
Segir landamæralokun hafa verið mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.10.2020 | 09:33
Bætum í og flytjum inn flóttamenn.
Fréttir berast um að fjöldi ólöglegra flóttamanna sé að stóraukast og verður slíkt sem lyftistöng til að ná atvinnuleysinu í hæstu mögulegu hæðir hér. En þrátt fyrir skráð atvinnuleysi virðist vera nánast útilokað að fá fólk í vinnu sem hefur í raun áhuga á að vera í vinnu. Kannski þykir fólki bara orðið of notarlegt að vera á jötunni ? Fjöldi Austantjalda nýtir sér ruglið í þessu bótakerfi hér enda talsvert daprara á þeirra heimaslóðum. Svo hentar líka vel að vera í Austrinu og fá bæturnar bara sendar þangað.
![]() |
Spá 25% atvinnuleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2020 | 09:22
Mokum þeim inn!
Mokum inn í landið öllum sem sækja um að koma hingað sama hvað..... Þetta er orðin nokkurs konar útgerð hjá lögfræðingum sem ekkert annað hafa fyrir stafni vegna offramleiðslu þeirra. Þetta er viðskiptahugmynd fyrir þá, þeir stofna hausaveiðarafyrirtæki í fjarlægum löndum svo þeir geti fjöldaframleitt reikninga á skattgreiðendur á Íslandi. -Góða fólkið- er í liði með þeim enda einstaklega örlátt á annarra manna fé. Fæst af þessu -góða fólki- leggur nefnilega nokkuð til samfélagsins annað en frekju og yfirgang. Er ekki rétt að hætta markaðssetningu Íslands sem ferðamannaland en auglýsa það þess í stað sem paradís fyrir ólöglega flóttamenn ?
![]() |
Margir farþegar leita hælis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2020 | 09:19
Ekki hækkun á veitingahús.
Óskaplegur einfaldleiki býr í huga þessa þingmanns eins og því miður sífellt fleiri sem sitja í gamla sauðahúsinu á Austurvelli. Þessi hækkun á áfengisgjaldi er ekki á veitingahús heldur almenn hækkun á alla sölu áfengis. Ef eitthvað á að skattleggja upp í rjáfur þá er það áfengi og tóbak ( tek það fram að ég er langt því frá bindindismaður á áfengi). Eiga veitingahús að njóta einhverra sérréttinda svo hægt sé að stinga meiru í vasann?
![]() |
Hækkun á veitingahús sem róa lífróður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2020 | 14:40
Kommarnir ríða ekki við einteyming.
Það er sama hvar drepið er niður hjá kommunum þegar eignafólk kemur til umræðu. Það fólk á allt vont skilið að mati kommanna, jafnvel þeir sem hafa nurlað einhverju saman til efri áranna með erfiðisvinnu. Auðvitað ætti að vera löngu búið að taka upp þá formúlu að fjármagnstekjuskattur reiknist aðeins af því sem eftir er þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðbólgu. Það þykir gott að ná 1% vöxtum á innistæðu í bönkum í dag meðan verðbólga er 3,5%. Milljónin sem liggur yfir árið er 25 þúsundum minna virði í lok tímabilsinns eftir að hafa fengið vexti umm á 10 þúsund. Af þessari 25 þúsund króna verðrýrnun þykir kommunum sanngjart að sé greiddur skattur upp á rúmar 2 þúsund. Þetta ætti að heita fjármagnstapsskattur en ekki fjármagnstekjuskattur. Hvernig stendur á því að þessu fólki hefur ekki dottið í hug að skattleggja hækkun fasteignamats með sama hætti, þ.e. skattleggja þá verðbólguna þar líka ? Þetta eru miklar mannvitsbrekkur.
![]() |
Undarleg vegferð að lækka fjármagnstekjuskatt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2020 | 09:06
Naglarnir eru ekki sökudólgarnir.
Ef götur sem malbikaðar voru í sumar eru skoðaðar má víða sjá djúpar rásir í þeim eftir hjólför bíla. Bendi td. á Reykjanesbraut frá Kópavogi til Hafnarfjarðar og Suðurlandsveg/Hellisheiði en telja má upp fjölmarga aðra staði sem ber þessu vitni. Það er ekki við naglana að sakast því þeir hafa ekki verið að djöflast á götunum síðan umrætt malbik var sett. Hins vegar er ljóst að efnið sem notað er í þessa malbikun er ekki af nægum gæðum með tilliti til þeirrar umferðar sem fer um það. Þar að auki eru vinnubrögðin handónýt þó ekki sé nema vegna þess að efnið sem er undir malbikinu er ekki nógu gott. Ár eftir ár er því í raun verið að framleiða ónýtar götur.
![]() |
Ekki sektað fyrir nagla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 127
- Frá upphafi: 130903
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 105
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar