Ekki hækkun á veitingahús.

Óskaplegur einfaldleiki býr í huga þessa þingmanns eins og því miður sífellt fleiri sem sitja í gamla sauðahúsinu á Austurvelli. Þessi hækkun á áfengisgjaldi er ekki á veitingahús heldur almenn hækkun á alla sölu áfengis. Ef eitthvað á að skattleggja upp í rjáfur þá er það áfengi og tóbak ( tek það fram að ég er langt því frá bindindismaður á áfengi). Eiga veitingahús að njóta einhverra sérréttinda svo hægt sé að stinga meiru í vasann? 


mbl.is Hækkun á veitingahús sem „róa lífróður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er sko algjörlega sammála þessu hjá þér og þessi "aumingjavæðing" sem er í gangi á öllum sviðum ef eitthvað gengur illa þá á RÍKIÐ alltaf að hlaupa undir bagga.  Það eru takmörk fyrir því sem RÍKIÐ á að gera og getur gert.  ´ðA að kommavæða allt???????

Jóhann Elíasson, 7.10.2020 kl. 10:36

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Já Jóhann, enda finnst flestum best að setjast bara niður og skella í hágrátinn þar til hjálpin berst, vegna þess að fordæmi eru fyrir því að hún berst þar sem nú á að gera alla að aumingjum. Í efnahagshruninu fyrir rúmum áratug upplifði ég nokkuð sambærilegt ástand og nú þegar ég rak fyrirtæki ásamt eiginkonu minni. Við þurftum að laga okkur að breyttum aðstæðum þá og leggja verulega hart að okkur til að komast í gegnum hremmingarnar sem tók mörg ár. Þá kom enginn til hjálpar en ríkisvaldið gaf þvert á móti skotleyfi á okkur sem rákum lítil og millistór fyrirtæki. Ég held að rekstraraðilar í dag ættu bara að laga sig að breyttum raunveruleika og ef ekki er grundvöllur í þeim aðstæðum sem nú blasa við þá ættu þeir að snúa sér að öðru. Ríkið á bara alls ekkert að moka peningum í þetta en það á líka alveg að láta það vera að gefa skotleyfi á þessi fyrirtæki. Þau verða bara að spjara sig sjálf eða deyja drottni sínum. Ríkisvaldið mætti fara að temja sér að láta í friði hluti sem því kemur ekkert við. Mér sýnist nú jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn vera orðinn býsna kommavæddur.

Örn Gunnlaugsson, 7.10.2020 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 497
  • Frá upphafi: 116343

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband