Örlæti á fé annarra.

Þarna er opinber embættismaður að gefa fé sem hann ekki á og tæplega hefur hann heimild til að fara að vild með opinber verðmæti.


mbl.is „Kaldar kveðjur til almennings“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg skattasniðgöngujól.

Fyrir mörgum árum gaf vinnuveitandi minn starfsmönnum sínum innlegg á launareikninga í jólagjöf. Þessari jólagjöf var launamanni skylt að deila með ríkissjóði þar sem slíkar peningagjafir voru tekjuskattskyldar. Þær eru enn í dag tekjuskattskyldar mér vitanlega. Nú telja skattasniðgöngusérfræðingar sig hafa fundið leið til að koma í veg fyrir að ríkissjóður fái að njóta jólagjafanna með þeim sem gjöfunum er ætlað að gleðja. Og allir eru samtaka í að líta fram hjá þessari skattasniðgöngu klyfjaðir anda jólanna. Enda fer lítið fyrir öfundarumræðu vinstrimanna í garð Jóakims Aðalandar og co. í algleymi jólahátíðarinnar þó þeir séu almennt mjög uppteknir af henni milli þrettándans og jólaaðventunnar. Hvers vegna ber að greiða tekjuskatt af algildisgjafabréfum bláum að lit sem bera myndir af Ragnheiði Jónsdóttur og Jónasi Hallgrímssyni og gefin eru út af Seðlabanka Íslands en ekki inneignum á plastkortum sem gefin eru út af viðskiptabönkunum ? Nú væri gott að einhver skattasniðgöngusérfræðingur hjá Skattinum legði orð í belg og upplýsti hver sú upphæð er nákvæmlega þar sem brýtur á milli skattfrelsis og skattskyldu plastkortanna sem hér er vísað í.


mbl.is Jóla­gjafir vinnu­staða: frídagar, 66° Norður og YAY gjafabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðteygjur.

Fiskari er karlkyns orð. Maður er tegundarheiti. Konur eru líka menn en það virðist einhvern veginn hafa farið fram hjá þessu fluglærða fólki. Orðskrípisuppfinningar sem þessar hafa færst í vöxt undanfarið og ganga út yfir allan þjófabálk. Nú er talað um forstýru í stað forstjóra. Liggur þá ekki beinast við að kvenkyns leiðtogar séu kallaðar leiðteygjur ?


mbl.is Fiskimaður verður fiskari í nafni kynhlutleysis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjafmildi á fé annara.

Hér er ríkisstarfsmaður að útdeila verðmætum sem skattgreiðendur eiga. Hér er greinilega tilefni til að fækka starfsfólki. Þetta dæmi sýnir í hnotskurn hve illa er farið með peninga hjá ríkisstofnunum, sem margar hverjar mætti leggja niður. Ætti Hagstofustjóri ekki að greiða þetta úr eigin vasa ?


mbl.is Viku jólafrí leið til að verðlauna starfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera lærður á sitjandann.

Leikmenn mega reka sín mál sjálfir fyrir dómstólum og ná oft ekki síðri árangri en þeir sem hafa lögmenn sér við hlið. Hingað til hafa leikmenn ekki mátt taka að sér mál fyrir aðra fyrir dómstólum, td. vini og kunningja. Er ekki ráð að taka hugmyndafræði lögfræðingsins aðeins lengra nú og heimila þeim sem það kjósa að fá hvern sem þeir sjálfir kjósa til að reka sín mál fyrir dómstólum ? Það hlýtur að vera val málsaðila. Rassgráðumeistararnir láta ekki að sér hæða og telja ekkert æðri eigin menntun, það er aldeilis fínt að vera vel lærður á bossann.


mbl.is Löggilding iðngreina afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vit og völd.

Vit og völd fara ekki alltaf saman og í seinni tíð virðist hafa verið erfitt að sameina þetta tvennt. Það er algjörlega forkastanlegt að veginum hafi verið lokað fyrir öllum, hvort sem um er að ræða smápúddur á sköllóttum skóm í flokki næstum við Hopp hjól eða stórum fjórhjóladrifnum bílum vel búnum til vetrarakstur og fjallaferða. Margir þessara bíla eru ekki síður vel búnir en þeir sem björgunarsveitirnar notast við. Það eru litlu vanbúnu púddurnar sem þarf að stoppa við vegtálma svo þær séu ekki eins og hráviði fyrir þeim sem eru búnir til aksturs við svona aðstæður. Hætta þarf þessari endalausu forræðishyggju og gera fólk ábyrgt fyrir sjálfu sér og þeim skaða sem það kann að valda við að reyna að fara sér að voða. Mikið kapp var lagt á að koma ferðamönnum til höfuðborgarinnar frá vellinum væntanlega svo þeir gætu leigt sér bíla og haldið upp á hálendið til að koma sér í voða og láta leita að sér. Skilaboðin eru skýr. það er allt í lagi að fara og týnast í óbyggðum þrátt fyrir viðvaranir, björgunarsveitirnar og Landhelgisgæslan sækja okkur frítt, amk okkur að kostnaðarlausu. Það er fleira á Suðurnesjum en bara flugvöllur.


mbl.is Fara þurfi rækilega í saumana á lokuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hækkar leigan.

Ekki vantar mannvitsbrekkurnar á Alþingi. Nú hækkar leigan, henni er jú stillt við það sem leigutakar geta greitt. Hvers vegna greiðir ríkissjóður þetta ekki beint til leigusala ?


mbl.is Hækkunin nær til 17 þúsund heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leigjandi ??????

Leigjandi er tæplaga mjög skýrt í svona umfjöllun. Leigjandi getur hvort sem er verið leigusali eða leigutaki. Alveg óþarfi að hafa einhvern óskýrileika í þessu.


mbl.is Bendir á ákvæði sem margir leigjendur þekki ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áunnir frídagar vinnist um næstu helgi.

Er ekki nær að ef lögskipaður frídagur fellur á virkan dag þá skuli launamaður vinna næasta laugar- eða sunnudag í staðinn ? Hvers vegna eiga vinnuveitendur að bera ábyrgð á því hvernig almanakið leggst ? Þetta bull er orðið svo rótlaust og yfirgengilegt að augljóst er að þeir sem viðra svona fávitagang trúa því að peningarnir vaxi á trjánum eða komi bara með farfuglunum á vorin. Stór hluti þeirra sem eru á vinnumarkaði í dag eru ekki að framleiða nein verðmæti.


mbl.is Vilja að tapaðir frídagar færist á næsta virka dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigert þykjustuflugfélag....

sem á engar flugvélar. Snillingar í að narra peninga út úr fjármálasérfræðingum lífeyrissjóðanna sem höndla með annarra manna fé og þurfa ekki að fyllast eftirsjá þegar skellurinn kemur. Best væri fyrir alla að sjoppunni yrði lokað strax. Amk. myndi ég ekki þiggja boðið, ég vil vera nokkuð viss um að verða ekki strandaglópur.


mbl.is Play býður Ásgeiri til Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Des. 2022
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 31
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 244
  • Frá upphafi: 131147

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband