22.12.2020 | 15:10
Umboðslausir samningsaðilar ?
Í einu orðinu er talað um að Ísland geri samninga við bóluefnaframleiðendur en svo kemur í ljós að einræðið í Brussel ræður þessu bara alfarið. Hvað er þjóð sem búin er að afsala sér sjálfstæðinu að bralla við að gera samninga án þess að hafa til þess fullgilt umboð ? Undirskriftir þessara samninga virðast ekki vera pappírsins virði.
![]() |
Klára samning um bóluefni frá Janssen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2020 | 20:39
Hver er ábyrgð slökkviliðsins ?
Fyrir tveimur árum varð stórbruni í atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir rekstraraðila eins hluta húsnæðisins um upplýsa slökkviliðið um að þar væri eldsmatur sem framleiddur væri úr olíuefnum sýndi slökkviliðið engan vilja til að kljást við eldinn með þær upplýsingar á borðinu. Í raun var enginn áhugi á að hlusta á rekstraraðila í húsinu og hagaði slökkviliðið aðgerðum þannig að aðeins var til að tryggja að allt myndi brenna sem brunnið gat en ótrúlegur kraftur var lagður í að dæla vatni inn í olíuvöruna sem gerði ekki annað en að halda góðu súrefni í eldinum. Eftir á fullyrti slökkviliðið að það hefði ekki fengið neinar upplýsingar um hvað var í húsnæðinu sem var bara þvættingur. Þeir sem komu að slökkvistarfi voru hins vegar duglegir við mont með myndum af sjálfum sér á vetvangi á facebook. Hver er ábyrgð slökkviliðsins að meðtaka upplýsingar sem rektraraðilar reyna að koma til þeirra ?
![]() |
Hver er ábyrgð húseigenda? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2020 | 13:38
SkrifFinnur og SkrifFinna búa til músastiga.
Þar sem Skrif-Finnur eða -Finna kemur fyrir í fleirtölu er klúður svo það er rétt hægt að ímynda sér ástandið í klúðurverksmiðjunni í Brussel. Allur fréttaflutningur varðandi kaup á bóluefni fyrir Ísland er í besta falli broslegur. Í einu orðinu er sagt frá því að Íslendingar eigi í samningaviðræðum eða hafi gengið frá samningum við hina og þessa bóluefnaframleiðendur. Í öðru orði lítur hins vegar út fyrir að kaupin fari öll fram í gegnum skriffinnana með rassagráðurnar í Brussel. Ef Ísland er að semja við einhverja framleiðendur beint er þá nokkur ástæða til að blanda pappírsskrjáfurunum í Brussel í þetta? Samkvæmt fréttum frá Pfizer voru milljónir skammta tilbúnar til flutnings frá þeim fyrir nokkrum dögum sem þó enginn virtist hafa ágirnst. Víða virðist Þyrnirós sofa. Það sannast alltaf betur að þeir sem eru í pólitík eru þar vegna þess að hvergi annars staðar er eftirspurn eftir þeim og annars staðar er meira að segja ofaukið hér.
![]() |
Fullvissaði Katrínu um bóluefni fyrir Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2020 | 11:21
Náfnykurinn og lygararnir.
Embættismennirnir sem uppteknir eru af alls kyns vottorðum og límmiðum eru hins vegar hvergi sjáanlegir þegar náfnykinn leggur yfir byggðir í aðdraganda Þorláksmessunnar sökum framboðs ámíginnar skötu sem enginn virðist vilja taka til förgunar. Svo römm er svækjan víða að sjá má hana berum augum nema ef hún er svo svæsin að svíði í augum. Múgsefjun er talsverð í þessu og fjöldi fólks þykist þykja þetta baneitraða, skemmda og ámígna ómeti bragðgott og hægt er þá að ganga að því vísu að það fólk lýgur þá öllu öðru sem það segir líka. Sjálfur var ég stráklingur í sveit þar sem hvorki var heitt vatn né rafmagn en yfir heiði var að fara til að komast á næstu bæi. Þar var lítið annað á borðum en kæst og súrsað ómeti nema ef eitthvað féll til sjálfdautt á bænum og þá var veisla. Ég hafði þó vit á að flýja til byggða þegar sú gamla á bænum hrökk upp af og hef síðan haldið mig á svæðum þar sem hægt er að keyra frysta og kæligeymslur. Með alla þá tækni sem til staðar er í dag þarf ekki að leggja sér neitt skemmt til matar.
![]() |
Ósáttur við að þurfa að taka fisk úr sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2020 | 13:20
Að velja sér lög og reglur.
Þrátt fyrir góða menntun virðist þessi einstaklingur telja sig hafa frelsi til að velja sér lög og reglur til að virða og hunsa svo það sem hentar ekki, jafnvel þó það setji aðra þegna samfélagsins í hættu. Fæstir þegnar samfélagsins eru sennilega sammála öllum lögum og reglum sem settar hafa verið en langflestir velja þó að sætta sig við það og virða sem best þeir geta. Sjálfur er ég td. hundfúll yfir að vera neyddur til að leggja til samfélagsins fjármuni sem notaðir eru til óheftrar aumingaframleiðslu og innflutnings á óþjóðalýð. Ég verð hins vegar að sætta mig við það meðan ég á hér skattalegt heimilisfesti. Ég færist þó ávallt nær þeirri skoðun að rétt sé að hugsa sæer til hreyfings í annað samfélag þar sem mér hugnast ekki sú vegferð sem Ísland er á. Þá verð ég að sætta mig við þær reglur sem gilda í því samfélagi sem ég mun setjast að í. Væri það samfélaginu til framdráttar að hver og einn velji bara sjálfur hvaða lög og reglur hann ætli að virða og sniðgangi annað án þess að slíkt hefði einhverjar afleiðingar fyrir viðkomandi ? Sjálfur tel ég td. við hæfi að þessi einstaklingur sem fjallað eru um í fréttinni hljóti þá refsingu að veirunni verði sprautað í hann og síðan hlekkjaður við jarðfastan hlut í einangrun meðan veikin gengur yfir og bóluefni er komið á markað. Margir hafa réttilega bent á að hér er ekki um að ræða drepsótt á borð við Svartadauða en hins vegar bendir flest til þess að langtímaeftirköst af því að sýkjast geti verið mjög alverleg jafnvel hjá þeim sem aðeins hafa fundið væg einkenni af veikinni sjálfri.
![]() |
Lögreglan skoðar mál Elísabetar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.12.2020 | 14:34
Útboðskerfið virkar vel.
Auðvitað á sama að gilda hér og um framkvæmdir á vegum hins opinbera sem boðnar eru út. Umsækjendur væru þá metnir annað hvort hæfir eða ekki hæfir. Þeir sem hæfir eru senda þá inn tilboð um hve mikið þeir vilja taka fyrir að sinna starfinu og hinir lægstbjóðendu hreppa þá hnossið. Þetta ætti reyndar að taka upp með alla embættismenn eins og td. ríkisforstjóra, ráðuneytisstjóra sem og millistjórnendur hjá hinu opinbera, þmt. stjórnendur Ríkiskaupa. Eins og þetta er í dag virðast ofurlaun í þessum störfum vera slík að heilu hjarðirnar sækja um hvert einasta starf sem auglýst er. Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur að spilling yrði eitthvað meiri en með núverandi fyrirkomulagi þar sem hún grasserar sem aldrei fyrr, vinir og vandamenn, fyrrum skólfélagar og ?kannski hjásvæfur? ráðnar fram yfir þá sem hæfari eru.
![]() |
Alþingi fékk pillu frá MDE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2020 | 14:22
Laumufarþegarnir.
Það er alveg hárrétt að öryrkjum fjölgar ekki með sama ógnarhraða og þeim sem þiggja örorkubætur. Þeir eru margir laumufarþegarnir í þessum flokki. Merkilegt nokk að jafnvel menn sem vinna td. svart við járnabindingar skuli fá greiddar örorkubætur. Ungur maður var ég til sjós og man ég eftir því í einum túrnum voru af tólf manna áhöfn þrír sem misst höfðu neðan af fótlegg, einn með krók á hægri hönd og einn með stífan ökkla. Enginn þeirra kveinkaði sér yfir aðstæðum sínum og skiluðu þeir ekki lakari vinnu en við hinir sem svo heppnir voru að hafa sloppið frá vinnuslysum sem þessir menn h0fðu lent í. Þeir áttu allir sameiginlegt að vera fullir stolti yfir því að vera fullvirkir til vinnu og ekki upp á aðra komnir og þeir máttu ekki heyra á það minnst að þeim væri hlíft. Í dag eru margir mun minna bæklaðir en þeir sem hér eru nefndir á bótum enda monta sig jafnvel fullfrískir aðilar af því að leika á kerfið og stela þannig af samborgurum sínum. Öryrkjabandalagið veður í þeirri villu að bætur eigi að vera jafnháar launum. Þá ættu þessi samtök að berjast gegn því að laumufarþegarnir fái að fljóta með þeim því þannig mætti gera mun meira fyrir þá sem raunverulega þurfa á aðstoð að halda. Það eru innan við 15% af þeim sem ég veit um sem eru á örorkubótum sem raunverulega á þeim þurfa að halda. Vegna þess hve hinir eru margir sem komast upp með að spila á kerfið þá er minna hægt að gera fyrir þessa fáu sem þurfa í raun aðstoð. En þeir eru margir sem vaða í þeirri villu að peningaplantan gefi endalaust af sér.
![]() |
ÖBÍ fagnar hugmyndum Brynjars Níelssonar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2020 | 10:35
Hvenær hættu konur að vera menn ?
Þeim sem eldri eru þykir undarlegt að tala um að fjárfesta í eyðslu eins og td. snyrtivörum og öðru sem fellur undir neyslu og jafnvel lúxuseyðslu. Það fer enginn í sjoppu og fjárfestir í kók eða pepsí sem hann drekkur á staðnum. það er eyðsla á sama hátt og málning eða skvettilykt. Að nota peninga til kaupa á einhverju er ekki endilega sama og að fjárfesta í því. Meira að segja kaup á bílum til einkanota eru hrein og klár neysla en ekki fjárfesting. Nú má oft sjá eins og í þessari ekkifrétt umfjöllun um MENN og KONUR sem er alveg ótrúlegt orðalag. Hvenær hættu konur eiginlega að vera menn ? Í atvinnuauglýsingum má orðið sjá hvar fólk af öllum kynjum er hvatt il að sækja um. Í tímakennslu sem ég sótti áður en ég fór í barnaskóla lærði ég að kynin væru karl, kven, og hvorugkyn. Mannskepnan skiptist í tvö fyrrnefndu þar sem enginn félli undir það síðastnefnda. Er búið að framleiða fleiri afbrigði, kannski eins og hjá indjánum forðum þar sem mér skilst að fimm kyn hafi verið skilgreind ? Þó mér finnist slíkt óþarflega flókið. Í mínum huga skiptast menn bara í tvö kyn hvaða kenndir sem hver og einn finnur hjá sjálfum sér sem er algjörlega einkamál hvers og eins og breytir tæplega kyninu.
![]() |
Svona verða heitustu jólagjafirnar í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2020 | 10:11
Hið óspillta Ísland.
Það sjá spillunguna allir sem ekki kjósa að líta fram hjá henni. Embættismenn, þingmenn ráðherrar ofl. ofl. vinna harðast að því að moka undir taðgatið á sjálfum sér. En svo er spurning hvers vegna verið sé að skipa löglært fólk í embætti dómara. Smalastelpa var ráðin sem veghaldari yfir vegakerfi landsins, í einu bæjarfélagi á höfuðborgarsvæðinu var bakaradrengur ráðinn hafnarstjóri osfrv. Hvers vegna eru ekki skipaðir fyrrum tugthúslimir af Hrauninu í dómaraembætti landsins ? Þeir hafa þó persónulega reynslu af glæpum. Á sama hátt hafa hinir fyrst nefndu margir persónulega reynslu af spillingu.
![]() |
Skýr birtingarmynd klíkunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2020 | 09:56
Veiðitímabilið hafið.
Nú er veiðitímabil þingmanna greinilega hafið en það hefst alltaf nokkrum mánuðum fyrir kosningar. Peningum skattgreiðenda er ausið út sem aldrei fyrr í von um að afla sér einhverra atkvæða. Fjölmiðlar sem ekki geta staðið sjálfir undir sér eiga bara að deyja drottni sínum, þar með talið Rúv sem er orðin einhvers konar aumingjahjálp útvalinna.
![]() |
Sjálfstæðismenn fallast á styrkjakerfi einkarekinna fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 3
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 130995
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 173
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar