6.5.2020 | 12:26
Ekki flókið.
Það eru sem sagt þrír, eða réttara sagt þrjár sem koma til greina. Hinir umsækjendurnir eiga ekki möguleika vegna kynferðis. Í auglýsingunni voru reyndar aðilar af öllum kynjum hvattir til að sækja um, hvað svo sem það þýðir.
![]() |
26 sækja um starf hafnarstjóra Faxaflóahafna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2020 | 08:12
40% ????
Hátt í 40% allra útflutningstekna af ferðaþjónustu er fullrausnarleg fullyrðing. Hlutfallið gæti verið rétt af einhverju viðmiði. Það viðmið er hins vegar að teknu tilliti til útflutningstekna af stóriðju og útgerðarinnar eftir að þær tölur hafa verið lagaðar til með bókhaldsbrellum til að spara eigendum þeirra skattgreiðslur sem annars myndu skila sér til samfélagsins. Raunverulegt hlutfall er mun minna og nú er mikilvægara en nokkurn tímann að yfirvöld taki á bókhaldsbrellum og svindli útgerðarinnar og stóriðjunnar.
![]() |
Við þurfum að fara hægt í sakirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2020 | 11:42
Tryggja þarf hver stjórnar.
Áður en skattgreiðendur henda peningum í fyrirtækið þarf að tryggja að stjórnendur félagsins fari með raunverulega stjórn þess en ekki stéttarfélög flugmanna og flugliða. Þá þarf að búa svo um hnútana að starfskjör séu á pari við það sem gerist hjá samkeppnisaðilum erlendis. Nú er líka gott tækifæri til að láta af tekjuskattsvikum í gegnum dagpeningagreiðslur um leið hjá fyrirtækinu.
![]() |
Útilokar ekki að ríkið eignist hlut í Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 124
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar