Hver stjórnar í raun ?

Ríkið, þ.e. skattgreiðendur eiga ekki að koma nálægt félaginu fyrr en tryggt er að stéttafélög flugstéttanna hafa látið af afskiptum við stjórn fyrirtækisins. Ef flugstéttirnar gefa þetta ekki eftir þá á bara að láta félagið sigla sinn sjó. Það verður hvort eð er nóg af erlendum aðilum sem hafa áhuga á að fljúga til og frá landinu þegar markaðir opnast. Íslensk kaupskipaútgerð var talin þjóðinni lífsnauðsynleg áður fyrr en nú siglir ekkert kaupskip milli landa undir íslenskum fána, öll fley sem sigla til Íslands eru nokkurs konar Tortólafleytur þar sem ekki króna skilar sér af launum áhafnanna til íslensks samfélags. Má þá ekki hafa það eins í fluginu ?


mbl.is Útilokar ekki aðkomu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tregir fjárfestar eða skynsamir ?

Fjárfestar eru eðlilega tregir til að setja peninga í fyrirtæki þar sem stéttarfélög starfsmanna hafa mikið um það að segja hvernig fyrirtækið er rekið. Formaður FÍA hefur verið stóryrtur og lýst skoðun sinni á því að skattgreiðendur eigi að koma félaginu til bjargar og tók hann það fram að slík aðstoð ætti að vera skilyrðislaus. Það hlýtur hins vegar að teljast eðlileg krafa skattgreiðenda sem borga brúsann að starfsmannakostnaður félagsins sé á pari við það sem gerist hjá samkeppnisaðilum erlendis. Og þá hlýtur það að teljast eðlilegt að stéttarfélög flugstéttanna láti af afskiptum sínum varðandi stjórn og rekstur félagsins ef skattgreiðendur eiga að henda björgunarhring til félagsins. Það eru aðrir tímar nú en fyrir áratugum þegar erlendir aðilar sýndu ekki áhuga á að fljúga til og frá landinu. Eigin kaupskipafloti var talinn þjóðinni lífsnauðsynlegur á árum áður en nú siglir ekkert kaupskip undir íslenskum fána í millilandasiglingum. Og samt tórum við enn.


mbl.is Hluthafar bíða eftir ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síldin er horfin.

Síldin er horfin, í bili amk. og landinn verður þá að finna sér eitthvað annað til dundurs svo hann hafi í sig og á. Það er alveg sama hve gráturinn stendur lengi, það kemur ekkert í budduna fyrir hann einan og sér. Þjóðin komst af áður án túrista og mun gera það áfram nema hún drepist áður í sjálfsvorkunn.

 


mbl.is Á áttunda hundrað sagt upp hjá 15 fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álitleg fjárfesting ? , jú með breytingum á kjarasamningum.

Til þess að hlutabréfakaup í félaginu verði álitleg fjárfesting þarf að breyta kjarasamningum við stéttarfélög flugliða og flugmanna hjá félaginu á þann hátt að ekki þurfi að spyrja þau leyfis fyrir því hvernig á að reka félagið. Þar að auki þarf starfsmannakostnaður félagsins að vera á pari við það sem gerist hjá samkeppnisaðilum erlendis. Annars er eins gott að leyfa félaginu að líða undir lok og láta útlendinga um flugrekstur til og frá landinu. Eða stofna nýtt til að losna undan afarkostum þessara stéttarfélaga. Við losuðum okkur við kaupskipaflotann fyrir mörgum árum og ekki eitt einasta kaupskip undir íslenskum fána hefur verið í millilandasiglingum um áratugaskeið. Áhafnir Tortólaskipa Óla og Óskabarns þjóðarinnar greiða ekki krónu í skatta til íslensks samfélags. Skip rekin af Óskabarninu voru reyndar færð nýlega undir opna Færeyska skráningu en þannig fær útgerðin skattana sem dregnir eru af sjómönnunum greidda til baka sem nokkurs konar styrk, allt á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Hvers vegna ætti þetta að vera eitthvað öðruvísi í millilandafluginu þar sem í áratugi hefur viðgengist að greiða flugáhöfnum stóran hluta launa í formi skattsvikinna ferðadagpeninga ? Og það með samþykki og tómlæti íslenskra skattyfirvalda.


mbl.is Almenningi gefinn kostur á að taka þátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óeðlilegar kvaðir gagnvart stéttarfélögunum.

Ef stéttarfélög flugliða og flugmanna gefa ekki eftir þær óeðlilegu kvaðir sem á vinnuveitandanum hvíla og íþyngja fyrirtækinu verulega og hefta rekstrarmöguleika þess er sennilega best að leyfa félaginu að fara á hausinn svo hægt sé að losna undan kvöðunum. Það er óábyrgt ef ríkið ætlar að leggja sitt að mörgum til að tryggja launafólki félagsins áframhaldandi ákvörðunarvald sem íþyngir félaginu, ákvörðunarvald sem stjórnendur fyrirtækisins eiga einir að hafa og án þess að fá leyfi hjá stéttarfélögunum. Veruleikinn hjá samkeppnisaðilunum erlendis er allt annar.


mbl.is Tryggja þurfi framtíð Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög um gjaldmiðil Íslands.

Það færist sífellt í vöxt að aðilar sem stunda viðskipti hér virði að vettugi lög um gjaldmiðil landsins. Lög nr. 22/1968 3.gr. kveða skýrt á um að peningaseðlar þeir sem Seðlabanki Íslands lætur gera og gefur út skuli vera lögeyrir hér á landi með fullu ákvæðisvirði. Í 6. gr. sömu laga segir að eigi séu aðrir en bankar og sparisjóðir skyldugir til að taka við greiðslu í einu á meira fé en 500 krónum í slegnum peningum. Þé er kveðið á um í 17. gr. laga nr. 92/2019 að seðlar og mynt sem Seðlabanki Íslands gefur út skuli vera lögeyrir til allra greiðslna með fullu ákvæðisvirði. Jafnvel fyrirtæki á borð við Air Iceland Connect og Icelandair brjóta þessi lög með því að neita að taka við greiðslum í lögeyri landsins. Nú eru sífellt fleiri að ganga á svig við þessi lög. Eru þessir aðilar að gera vísvitandi að brjóta lögin eða eru þeir ekki læsir. Auðvitað er allt sem mælir með því að færa greiðslur inn á rafrænt form en þá þarf jafnframt að tryggja að neytendur fá þau tól og tæki til að greiða þannig án sérstaks endurgjalds. Spurning hvort Seðlabankinn ætti ekki að gefa út slík greiðsluskilríki og þá mætti að mestu leggja niðu viðskiptabankana í þeirri mynd sem þeir nú eru. En meðan lögin sem vísað er í eru í gildi verða menn bara að hlýða þeim. Annað er l0gbrot og við slíku verða yfirvöld að bregðast.


mbl.is Yfir 600 umsóknir bárust um tvö laus störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvað fór hagnaðurinn ?

Ríkið átti aldrei að taka þátt í að greiða uppsagnarfrest launamanna með að ráðast í hlutabótaleiðina frá fyrsta degi. Aðstoð ef einhver hefði verið hefði átt að koma til  ca 3 mánuðum síðar. Þá hefðu línur verið farnar að skýrast hvaða fyrirtæki kæmust í gegnum fyrstu skaflana og væru lífvænleg. Það verður aldrei öllum bjargað. Í öllum þeim uppgangi sem verið hefur síðustu ár í ferðaþjónustunni virðast þau ekki eiga einn skitinn túkall eftir. Hafi ferðaþjónustufyrirtækin almennt lagt hagnaðinn í uppbyggingu þá hlýtur slíkt að sjást á eiginfjárstöðu þeirra í ársreikningi sem laggja má fram í bönkunum í þeirri viðleitni að leita eftir lánsfjármagni. Ríkið, þ.e. skattgreiðendur eiga ekki að gefa þessum aðilum fé, en spurning að þeim verði lagt til fé gegn hlutdeild í fyrirtækjunum sem eigendurnir geta þá keypt til baka þegar birtir til. Reynslan sýnir að fólk verður bara að aumingjum fái það of mikla aðstoð og þurfi ekki að spajara sig sjálft. Á Íslandi virðist enginn eiga að bera ábyrgð á sér sjálfur.


mbl.is Fyrirtækin eigi að fara á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er hagnaðurinn ?

Hvar er hagnaðurinn úr gullgrefti síðustu ára? Það er eins og þeir sem ráku þessi fyrirtæki og geri enn eigi ekki að koma að neinu leyti að björgun þeirra, nú á galtómur ríkissjóður að redda öllu. Það verður fróðlegt að sjá hvort þau sem lifa af deili hagnaði framtíðarinnar með björgunarsveitinni.


mbl.is „Þetta lítur illa út“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Restin á listamannabætur.

Svo eru ca 25 þúsund á örorkubótum. Er þá ekki rétt að setja restina af þjóðinni á listamannabætur? Og þegar um hægist með veiruna getum við öll sem erum á atvinnuörorkulistamannabótum flykkst saman í drykkjumannasamfélagið á Suður-Spáni og jarmað í kór yfir því hvað allt er dýrt og ómögulegt á Fróni? Fáum bæturnar sendar þangað að sjálfsögðu. Við erum svo vitlaus að við flytjum meira að segja inn Austantjalda til að setja á sveitina hér.


mbl.is 50.000 fá atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með hangandi hendi.

Þessi frasi mun alltaf hafa jákvæða merkingu í minningu eins ástsælasta söngvara landsins sem nú er látinn. Frasinn verður hins vegar neikvæður um leið og hann tengist TR eðaöðrum ríkisstofnunum. Er það bara happa og glappa hjá TR hverjum er gert viðvart um að þessi inneign sé til staðar eða er það hreinlega einfaldur vilji TR að láta fólk hafa sem mesta fyrirhöfn við að eiga í samskiptum við hana? Svo er annað mál hvort eitthvað sé rétt í því að vera að dreifa svona peningum úr galtómum og botnlausum ríkissjóði til erfingja þeirra sem annars hefðu þó kannski getað átt örlítið betra líf hefði greiðslan borist réttu megin grafar.


mbl.is Dánarbú fá 450 milljónir frá TR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Apríl 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 834
  • Frá upphafi: 117583

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 605
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband