Álitleg fjárfesting ? , jú með breytingum á kjarasamningum.

Til þess að hlutabréfakaup í félaginu verði álitleg fjárfesting þarf að breyta kjarasamningum við stéttarfélög flugliða og flugmanna hjá félaginu á þann hátt að ekki þurfi að spyrja þau leyfis fyrir því hvernig á að reka félagið. Þar að auki þarf starfsmannakostnaður félagsins að vera á pari við það sem gerist hjá samkeppnisaðilum erlendis. Annars er eins gott að leyfa félaginu að líða undir lok og láta útlendinga um flugrekstur til og frá landinu. Eða stofna nýtt til að losna undan afarkostum þessara stéttarfélaga. Við losuðum okkur við kaupskipaflotann fyrir mörgum árum og ekki eitt einasta kaupskip undir íslenskum fána hefur verið í millilandasiglingum um áratugaskeið. Áhafnir Tortólaskipa Óla og Óskabarns þjóðarinnar greiða ekki krónu í skatta til íslensks samfélags. Skip rekin af Óskabarninu voru reyndar færð nýlega undir opna Færeyska skráningu en þannig fær útgerðin skattana sem dregnir eru af sjómönnunum greidda til baka sem nokkurs konar styrk, allt á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Hvers vegna ætti þetta að vera eitthvað öðruvísi í millilandafluginu þar sem í áratugi hefur viðgengist að greiða flugáhöfnum stóran hluta launa í formi skattsvikinna ferðadagpeninga ? Og það með samþykki og tómlæti íslenskra skattyfirvalda.


mbl.is Almenningi gefinn kostur á að taka þátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 114
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 128
  • Frá upphafi: 116473

Annað

  • Innlit í dag: 84
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband