28.6.2019 | 09:41
115 manns að gera hvað?
Það er ótrúlegur fjöldi fólks hjá hinum ýmsu opinberu apparötum að sinna pappírsskrjáfi yfirvalda, skráfi sem ekki skilar nokkrum einustu verðmætum en er þungur baggi á skattgreiðendum. Sé grannt skoðað þá kemur í ljós að dulbúið atvinnuleysi er gríðarlegt í landinu. Mikil offramleiðsla er á háskólamenntuðu fólki, fólki með gráður í einhverju sem engin eftirspurn er eftir en þá eru búnar til hinar ýmsu stöður hjá hinu opinbera til að hafa ofan af fyrir þessu sama fólki. Þetta á reyndar ekki við um allar háskólagráðurnar en margar hverjar. Á sama tíma er affallið frá Austantjaldslöndunum flutt hingað inn í flugvélaförmum til að sinna þeim störfum sem raunverulega þarf að vinna. Þetta er ekki ósvipað og að framleiða endalaust vöru sem enginn vill kaupa en að lokum hleypur ríkið til og kaupir reglulega lagerinn til förgunar svo langavitleysan geti haldið áfram.
![]() |
Fimm starfsmönnum sagt upp á Þjóðskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 63
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 251
- Frá upphafi: 129851
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 204
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar