28.9.2020 | 21:55
SA klúðrar og ríkið bjargar.
SA og forveri þeirra VSÍ virðast hafa það sem sérsvið að semja af sér. Það hefur verið krónískt hjá þessum samtökum að gefa allt eftir enda er réttur verkalýðsfélaga og forystu hennar orðinn svo mikill að heftir eðlilegt atvinnulíf á Íslandi. Þeir sem kjósa að vera ekki innan vébanda þessara grútmáttlausu samtaka eru samt bundir af því sem þau samþykkja yfir borðið við verkalýðsforystuna, sama hve arfagalið það er. Nú þegar snillingarnir í SA eru komnir í ógöngur eina ferðina enn með það sem þeir samþykktu þá þykir sjálfsagt að banka upp á hjá stjórnvöldum sem eiga að skera þá úr snörunni. Einu aðgerðirnar sem stjórnvöld eiga að grípa til er að banna skylduaðild að verkalýðsfélögum og tryggja að ekki séu aðrir bundir af samningum sem gerðir eru en aðeins þeir sem aðild eiga að þeim.
![]() |
Stefna að kynningu tillagna á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2020 | 20:29
Ökklaband.
Nú er það að sýna sig að svo margir sem þykjast ætla að vera í sóttkví reyna að sniðganga reglurnar og ætla að fara frjálsir ferða sinna. Ég þekki til aðila sem leigja út hús og íbúðir sem skráðar eru til notkunar í sóttkví. Borið hefur á því að leitað hefur verið eftir að taka þetta á leigu í þessum tilgangi en jafnframt tekið fram að viðkomandi ætli ekki að dvelja þar. Verður ekki bara að smella ökklabandi á alla sem koma til landsins til að tryggja að fólk virði reglur?
![]() |
Ferðamenn brutu reglur um sóttkví í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2020 | 17:52
Eiður eða Eiðr?
Hvort ætli Eiður eða Eiðr hafi verið á gröfunni við að hreinsa Eiðisgrandann? Til forna var talað um Eiðsgranda eins og sagt var maðr sem í nútímanum er stafsett maður. En vonandi hefur Eiður eða Eiðr ekki verið á strípaðri dagvinnu svona á frídegi!
![]() |
Nota gröfu við hreinsistarf á Eiðsgranda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.9.2020 | 09:53
Nígeríubréfin enn eftirsótt.
Næg eftirspurn virðist enn vera eftir Nígeríubréfum. Þessi hér eru reyndar búin hækjum frá skattgreiðendum sem munu taka skellinn með eftirlaunaþegum sem ekkert höfðu um bréfakaupin að segja. Alveg er það dásamlegt að geta höndlað með annarra manna fé og jafnvel fengið þóknun af tjóninu sem eigendurnir verða fyrir. Smala sem ekki skilar því fé af fjalli sem hann fór með ber að sjálfsögðu að bæta skaðann en þess konar smalar sem hér um ræðir geta orðið viðskila við allt það fé sem þeir eiga að gæta án þess að fá svo mikið sem skömm í hattinn.
![]() |
Eftirspurn umfram framboð: 11 þúsund hluthafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2020 | 09:46
Nýjustu Nígeríubréfin.
Einhverjir hafa látið ginna út úr sér í gegnum tíðina sína eigin fjármuni í tengslum við svokölluð Nígeríubréf. Flónska þeirra sem bitu á virtist vera algjörlega takmarkalaus. Hlutabréfakaup í Icelandair virðast svo glórulaus í dag að þeir einir sem eru til viðræðu um að leggja til fé í félagið eru þeir sem höndla með annarra manna fé. Þingheimur samþykkti að leggja skattfé almennings að veði í formi ríkisábyrgðar að því gefnu að hlutafárútboðið gangi upp. Þar er verið að gambla með annarra manna fé. Fáum sögum fer hins vegar af því hvort hinir sömu þingmenn ætli að hætta eigin fjármunum í þetta brall. Samspillingin taldi sig með frítt spil með því að sitja hjá en slíkt er hins vegar fásinna þar sem annað hvort eru menn með eða á móti þessu ( ég árétta í þessu sambandi að konur eru líka menn). Nú á að ginna fjármuni eftirlaunaþega út úr lífeyrissjóðunum til að fjármagna þessa botnlausu holu í einhvern tíma. Þeir sem taka ákvörðun um hvort lífeyri eftirlaunaþega verður fórnað á þessu altari þurfa ekki að hafa áhyggjur frekar en fyrrnefndir þingmenn, þeir fá nefnilega alltaf sitt alveg eins og úlfarnir á Wall Street. Það má segja að þau bréf sem verið er að bjóða í umræddu flugfélagi séu nýjustu Nígeríubréfin á markaðinum, eru að detta fersk inn akkúrat núna. En gamblararnir í spilavítum lífeyrissjóðanna munu ábyggilega afsaka ákvörðanir sínar um að fórna fjármunum eftirlaunaþega með því að verið sé að verja fyrri fjárfestingar. Það kom hvergi fram í sögunum um Bakkabræður hve lengi þeir djöfluðust við sandmoksturinn í botnlausu tunnuna áður en þeir áttuðu sig á því að það hækkaði aldrei í henni en ljóst má vera að einhven tímann gáfust þeir upp. Það skyldi þó ekki vera að þeir myndu hækka meðalgreindarvísitölu innan stjórna lífeyrissjóðanna næðu þeir kosningum þar ?
![]() |
Óvissa varðandi lífeyrissjóðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2020 | 12:55
ISK, EUR og USD prentmót.
Hrungeir á Svörtuloftum getur prentað eins mikið af ISK og hann lystir og þannig verðfellt innlendan gjaldmiðil í samræmi við aukningu peningamagns í umferð. Það getur hins vegar verið snúið fyrir hann að prenta EUR og USD þegar búið verður að éta gjaldeyrisvaraforðann upp. Hann lumar kannski á þannig prentmótum í einhverjum skúmaskotum, hver veit ? Hann fullyrti fyrir nokkru að gengisveiking krónunnar myndi ekki valda verðbólgu. Innflutt vara hefur hækkað í ISK til samræmis við gengisveikinguna, er það ekki verðbólga ? Ekki er úr vegi að rifja upp það sem þessi sami maður sagði stundarfjórðungi fyrir hrunið 2008 svona til að átta sig á að hve miklu leyti er takandi mark á því sem hann lætur út úr sér.
![]() |
40 milljarðar til að auka stöðugleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2020 | 09:49
Annara manna fé og eigið fé.
Enn er verið að sólunda fjármunum sem síðan á að seilast eftir í vasa skattgreiðenda. Þessir þingmenn sem samþykktu þetta rugl eiga það sameiginlegt að njóta þess að sóa fé að því gefnu að það er ekki þeirra eigið. Ef þessir þingmenn ætla að vera sjálfu sér samkvæmir þurfa þeir að fjárfesta að einhverju marki með sínu eigin fé í þessu fyrirtæki. Það gætu þeir gert með að nýta veðrými fasteigna sinna í topp með lántöku sem gengur að fullu til kaupa á hlutabréfum í umræddu fyrirtæki. Þetta þurfa þingmennirnir svo að færa inn á hagsmunaskráningu sína sem opin er almenningi. En það verður ekki einn einasti af þessum þingmönnum sem mun setja eigið fé til hlutabréfakaupa í félaginu. Það er nefnilega allt annað að sóa annarra manna fé en sínu eigin. Frasinn um kerfislega mikilvæg fyrirtæki er orðinn ofboðslega slitinn og þreyttur og ljóst má vera þeir sem enn japla á honum láta nú ekki margt gáfulegra út úr sér en það sem vænta má að komi úr afturenda þeirra sömu.
![]() |
Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair Group |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2020 | 10:11
Harvard, Princeton og Hvanneyri.
..... sá fyrsti sem kláraði að sinna náttúrunni á karlasalerninu á sveitaballinu þvoði sér vel og lengi með mikilli sápu og notaði pappírsþurrku í metravís, sagði um leið og hann gekk út: "í Harvard kenndu þeir mér hreinlæti". Næsti notaði örlítinn dropa af sápu með dreitli af vatni og horn af einni þurrku, sagði svo: " Í Princeton var mér innrætt umhverfisvernd". Sá þriðji leit ekki á handlaugarnar eftir að hafa lokið sér af og vippaði sér beint út um dyrnar um leið og hann renndi upp og sagði: " Á Hvanneyri kenndu þeir mér að pissa ekki á puttana á mér". Dæmi svo hver fyrir sig.
![]() |
Vill að stjórnvöld endurskoði sóttkví |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 125
- Frá upphafi: 130901
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 103
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar