18.10.2023 | 17:32
Mannbroddar.
Er ekki rétt að banna notkun mannbrodda svo fólk geti fengið að mölbrjóta sig í stórum stíl? Slíkt mun verða atvinnuskapandi fyrir bráðavaktina þar sem svo sárlega vantar eitthvað að gera. Staðreyndin er sú að við vissar aðstæður kemur EKKERT í stað nagladekkja og þær aðstæður eru býsna oft yfir háveturinn hér á landi. Í glerhálku og vindi mega naglalaus grófmynstruð dekk sín lítils. Slíkar aðstæður eru oft á heiðum og fjallvegum. Á fólk að eiga sérbíl til að skottast á í bænum og annan til að fara á út á land. Nær væri að nota sterkara efni í bundið slitlag. Þá er undirvinnan svo léleg almennt að yfirborðið sígur. Naglarnir valda ekki hjólförunum einir og sér.
Það liggur í loftinu að sleppa nöglunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2023 | 15:58
Opnið gluggana.
Í langflestum tilfellum stafar mygla í eldri húsum af því að lokað hefur verið fyrir öndun, loftræstistokkum jafnvel lokað. Ef ekki er loftað út annað hvort gegnum opnanlega glugga eða annarri loftræstingu myglar að sjálfsögð allt.
Lögreglustöðinni lokað vegna myglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2023 | 14:04
Ósnertanlegir skattsvikarar.
Enginn ágreiningur er um þessi skattsvik milli stjórnarþingmanna og stjórnarandstöðuþingmanna. Þá er ekki hjá því komist að nefna að ríkisjötufólkið hefur mestan hag af því að ferðast sem mest. Það fær greidda ferðadagpeninga sem undanþegnir eru tekjuskatti að því marki sem þeir eru nýttir til útgjalda á ferðalögum á vegum vinnuveitanda. Samt færir allt þetta lið alla upphæðina til frádráttar og kemst upp með það væntanlega vegna þess að þeir sem eiga að hafa eftirlit með þessu fá að njóta með. Hins vegar eru eigendur einkafyrirtækja teknir í nefið af sömu eftirlitsaðilum og pönkast á þeim út í hið óendanlega. En hver leggur Play að jöfnu við Icelandair ? Barnapúðursbossarnir verða jú að sitja fremst með eitt og hálft sæti og dekur á leiðinni.
Skilur ekki hvernig þetta fær að viðgangast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2023 | 16:22
Kvennalistinn afturgenginn.
Þá er Kvennalistinn risinn upp frá dauðum og Sjálfstæðisflokkurinn lognaðist út af um leið.
Verður mikil eftirsjá að Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2023 | 12:56
Glænýjar kristalkúlur.
Nú virðast allar spákerlingarnar sem telja sig sérfræðinga í þessum málum hafa spáð rangt fyrir þessari ákvörðun. Bíð ég þeim hér með alveg glænýja gerð af kristalkúlum á einstöku ofurtilboði, bílalán og raðgreiðslur í boði, reyndar á 15% kjörvöxtum. Hvernig látið er nú með þessa jakkalakka og dramadrottningar er í raun alveg sprenghlægilegt.
Óbreyttir stýrivextir Seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2023 | 10:46
Yfirskilvitlegt ?
Hér eru bankamenn að upphefja sjálfa sig með því að tala um spádóma. Það er ekki eins og þessar ákvarðanir komi frá almættinu sem ekki er hægt að hafa samband við í síma eða tölvupósti. Í stað þess að spá einhverju um það sem fólkið sem með þessi mál vélar ætlar að gera væri þá ekki nær að hringja bara upp á Svörtuloft og spyrja ? Þetta er nú enginn yfirnáttúrlegur gjörningur. Eru allir búnir að gleyma orðum Geira á Svörtuloftum síðustu mínutunum fyrir hrunið 2008 ?
Spá því að stýrivextir hækki um 0,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2023 | 11:47
Er það saknæmt....
að kvelja sjálfan sig eða jafnvel stúta sér ? Tæplega. En það hlýtur að vera refsivert að vaða inn á eigur annarra og valda tjóni. Hver á svo að greiða allan kostnað lögreglu við að eiga við þessa fábjána ? Það skyldi þó ekki lenda á skattgreiðendum ? Svona vitleysinga á bara að taka úr umferð og til þess höfum við Víkingasveitina.
Ekki hægt að veita þeim læknisaðstoð þarna uppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2023 | 08:26
Eftirlæti prikveiðimanna.
Skiptir einhverju máli fyrir prikveiðimenn hvers eðlis laxinn er ? Hnúðlaxinn er algjörlega óætur andskoti og því engin eftirsjá í að hafa sama háttinn á og lögregluyfirvöld hafa varðandi glæpalýð, þ.e. veiða og sleppa.
Fengu marga hnúðlaxa í Hrútu og Hauku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2023 | 10:22
Snúið ykkur til réttra yfirvalda.
Það eru engin flutningaskip skráð undir íslenskum fána og því er farskipafloti Íslendinga ekki til. Samherjatrúðurinn hjá Eimskip sakar íslensk yfirvöld um að hafa ekki reynt að verja atvinnugrein þeirra. Væri nú ekki ágætt að byrja á því að skrá skipin undir íslenskan fána áður en ráðist er að stjórnvöldum hér ? Þangað til verða samherjar og landráðaskip að snúa sér til landstjórnarinnar í Færeyjum þar sem skipin eru skráð. Það er ekkert íslenskt við þennan rekstur nema peningarnir sem þetta lið hefur af íslenskum neytendum með óhóflegum flutningsgjöldum.
Allt önnur áhrif en hvað varðar flugið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2023 | 10:17
Skófar á rassgatið.
Svona fólki á ekki gefa kost á að segja upp. Það á að reka það og skilja eftir skófar á afturendanum á því. Og það á að birta því ákæru persónulega. En æðstráðandi eru bara ekkert skárri sjálfir og eru því miður af sama sauðahúsi. Líkur sækir líkan heim.
Birna segir upp störfum og Jón Guðni tekur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 3
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 126
- Frá upphafi: 127913
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar