Glæpakvendi stígur til hliðar.

Glæpir borga sig á Íslandi, um það þarf ekki að efast. Stjórnendur fjármálafyrirtækja njóta sérstakrar friðhelgi almennt vegna lögbrota. Væntanlega verður henni umbunað fyrir brotin með feitum starfslokasamningi í stað þess að gera hana persónulega ábyrga. Fyrirtæki brjóta ekki lög, það eru stjórnendur þeirra. Líkt er komið með þessu hyski og þeim sem dæmdir eru fyrir undanskot skatta og peningaþvætti, þeir halda ránsfengnum, borga sektirnar ekki og sitja aldrei af sér dómana. Sérkennilegt er að af glæpakvendinu í þessu tilviki tekur við einn af æðstu stjórnendum bankans sem er nú tæplega blásaklaus.


mbl.is Yfirgefur bankann „með miklum trega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða lærdóm ?

Jú, fjárglæframennirnir draga þann lærdóm að það hefur engar afleiðingar fyrir þá, þennan útvalda hóp að brjóta lög. Fjárglæfrastarfsemi er eina atvinnugreinin sem býr við lögvarið samráð og lögbrot. Bankarnir eru bakkaðir upp af stjórnvöldum enda eru þeir sem véla í sauðahúsinu við Austurvöll hluti af spillingunni og þá breytir engu hver flokkurinn er.


mbl.is Birna Einarsdóttir: Við drögum lærdóm af þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blindu kettlingarnir.

Í tíð Lúðvíks Jósepssonar AllaBalla gerðist sá atburður er hann var að smala atkvæðum að hann kom á bæ nokkurn þar sem honum var boðið að snæða með heimilisfólkinu. Stráksnáði á heimilinu var stoltur af kettlingunum sínum sem komu í heiminn þann sama morgun og spurði hann Lúlla hvort hann langaði ekki til að sjá nýju kommúnistana sína. Lúlli leit yfir hópinn og leist vel á. Hálfum mánuði seinna var Lúlli á ferð á sömu slóðum og ákvað að líta við á bænum þar sem hann hafði fengið svo höfðinglegar móttökur. Hitti hann þá á strákguttann og spurði hann hvernig kommúnistarnir hans hefðu það. Og ekki stóð á svari hjá stráksa: Þeir eru ekki lengur kommúnistar, þeir eru búnir að fá sjónina...... X Það er alveg raunhæft að velta fyrir sér hvort skárra sé nú fyrir almúgamanninn eins og mig að við stjórn séu spillt hægri öflin sem skara eld að sinni köku og henda einhverju smáræði í okkur aumingjana EÐA vinstri öflin sem misnota vald sitt óhóflega til eiginhagsmuna og sniðganga almúgann algjörlega. Verst er að handónýtur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru orðnir svo langt til vinstri og jafnframt skíhræddir við kommadruslurnar að þeir andmæla ekki svona gerræði eins og hér er um að ræða. Forystumenn beggja flokkanna eru eins og hræddir hérar sem hlaupa í felur. Þeir sem fá að komast upp með svona yfirgang halda áfram þar til þeir eru stöðvaðir. Þessi kommadís á ekki langt að sækja hin Stalínsku gen en við skulum aldrei gleyma því að faðir hennar heitinn náði glæsilegri niðurstöðu í umboði villta vinstrisins að eigin sögn í samningum eftir efnahagshrunið sem fól í sér framsal á sjálfstæði þjóðarinnar. Þá höfðum við sem betur fer forseta sem kom í veg fyrir að skandallinn fengi framgöngu.


mbl.is „Þruma úr heiðskíru lofti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður sér gámur.........

fyrir jarðneskar leifar okkar ? Eða förum við bara með í lífrænan úrgang ? Guð blessi Sorpu.


mbl.is Margt sem mætti ræða betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hærra og lægra settir.

Núlega féll dómur á þann veg að dómara á ríkisjötunni bæri ekki að endurgreiða oftekin laun. Smælingjarnir sem einnig eru á ríkisjötunni vegna þess að þeir eru að taka út réttindi sem þeir hafa áunnið sér með þáttöku í samfélaginu á vinnumarkaðsaldri þurfa hins vegar að greiða til baka af réttindum sínum vegna þeirra saka einna að hafa sýnt ráðdeild og önglað einhverju saman til elliáranna. Svo rammt kveður að þessu að þeim er refsað fyrir það eitt að reyna að halda í við verðbólguna hvað sparifé þeirra varðar. Verðbætur og neikvæðir raunvextir á sparifé valda skerðingu á réttindum. Þetta hlýtur að vera heimsmet í heimsku, nokkurs konar Mugabeíska. 


mbl.is 49 þúsund lífeyrisþegar í skuld við tryggingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbætur eru ekki tekjur.

Allar verðbætur og ág áfallnir vextir eru aðeins til viðhalds verðmæti höfuðstóls. Vanvitarnir sem sitja á Alþingi eru hins vegar ekki betur gefnir en svo að þeir skilja þetta ekki. Þess vegna er sparifjáreigendum gert að greiða skatta af tjóninu sem þeir verða fyrir af verðrýrnunninni. Vinstra liðið er haldið svo krónískri fábjánsku að það vill hækka skatta ennfrekar á þá sem verða fyrir þessu tjóni og skerða réttindi þeirra sem þeir þó hafa áunnið sér með þátttöku í samfélaginu á vinnumarkaðsaldri. Enda finnst þeim eðlilegt að þeir sem spilað hafi öllu burt úr brókunum í stað þess að bera ábyrgð á sjálfu sér eigi endalaust að fá aðstoð frá hinum sem sýnt hafa ráðdeild.


mbl.is Fjármagnstekjur rugluðu tekjuáætlanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel við hæfi.

Þetta var vel valið hjá starfsmönnum Skattsins, að halda árshátíðina í skattaparadís. Var ekki allt greitt örugglega með órekjanlegu reiðufé eins og listinn góði sem Skattrannsóknarstjóri keypti hér um árið ? Svo kemur fram að nýttur var fræðslustyrkur.....kannski til að kynna sér leiðir til skattasniðgöngu. Þetta verður nú tæplega grátbroslegra en þetta.


mbl.is Skatturinn á árshátíð í gamalli dýflissu á Möltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRIRMENNI !

Svo sannanlega fyrirmenni. Þeim hefur tekist afskaplega vel að þvælast fyrir almenningi. Þessi snobbhænsnagangur hefur kostað skattgreiðendur óheyrilega fjármuni sem tæplega verður hægt að sannfæra skynsamt fólk um að skili sér til baka til almennings á nokkurn hátt.


mbl.is Fundi slitið og Lettar teknir við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorptunnuskýlið

Og leggur bæjarfélagið þá ekki einnig til sorptunnuskýli í stíl við það sem fyrir er fyrir þriðju tunnuna ?


mbl.is Nýtt flokkunarkerfi innleitt í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 126
  • Frá upphafi: 127913

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband