27.10.2022 | 08:58
Nýr atvinnuvegur.
Hér hefur orðið til ný atvinnustarfsemi, innflutningur ólöglegra innflytjenda. Henni vex svo sannarlega fiskur um hrygg. Stórfjölgun í röðum þeirra sem við hana starfa sem allir taka laun frá skattgreiðendum, ljúft er að vera ríkisjötubítur. Allt í nafni mannúðar góða fólksins sem greidd er af hinum sem einhver verðmæti skapa.
![]() |
Miða við 5-600 flóttamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2022 | 10:04
Hugmyndaflug ríkisjötubítanna
nær eingöngu að skattheimtu. Tilvera ríkisjötubítanna er best tryggð með endalausri skattheimtu sem stendur undir rekstri stofnanna sem þeir taka laun sín hjá. Ekki kemur fram hjá þessum ríkisjötubítum á hvaða sviðum á að draga úr skattheimtu í staðinn. Væntanlega sjá þeir bara fyrir sér að ríkisrekstrarskrímlið fái bara að bólgna enn meira út svo gefa megi enn ríkulegar á garðann. Nær væri að refsa þeim með einhverjum hætti sem eru að þvælast í umferðinni á bílum sem engan veginn eru búnir til vetraraksturs.
![]() |
Leggur til gjaldtöku vegna nagladekkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2022 | 16:40
Hver er maðurinn ?
Fréttin er eiginlega ekkifrétt þar sem maðurinn er ekki nafngreindur. Rétt væri líka að birta mynd af honum. Hve mikið af fyrri sektum er hann búinn að greiða upp ? Menn eru gripnir og dæmdir en dómunum er bara ekki fylgt eftir og þá er tilgangslaust að eyða púðri í þetta.
![]() |
Í fjórða skipti fyrir dóm vegna skattsvika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2022 | 18:52
Erlent ?
Það eru engin innlend flutningaskip og hafa ekki verið í mörg ár.
![]() |
Tvær þyrlur kallaðar út vegna elds í flutningaskipi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2022 | 09:54
Handfarangur nóg.
Það þarf nú tæplega mikið af leppum utan á sig í blíðunni þarna. Óþarfi að taka borðstofuhúgögnin og sófasettið með. Þetta er ekki svo frumstætt þarna að ekki finnist þvottavélar. Innifalinn handfarangur hjá öllum alvöru flugfélögum er yfirdrifið nóg jafnvel þó dvalist sé margar vikur.
![]() |
Ræna verðmætum úr farangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2022 | 10:33
Slíta lífeyrissjóðunum í leiðinni.
Ágætt væri að nota tækifærið og slíta lífeyrissjóðunum um leið og hætta þessum vitleysisgangi. Þeir einir hafa eitthvað út úr lífeyriskerfinu sem eru á jötunni hjá ríkinu. Eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri er mánaðarleg útborgun mín þegar ég byrjaði að fá greitt sextugur innan við 70 þúsund. Þegar kemur að því að taka ellilífeyri frá TR þá skerðist hann til koma í veg fyrir að ég fái að njóta þess sem lagt var upp með þegar lífeyrissjóðunum var komið á fót. Með þessum breytingum væri hægt að spara skattgreiðendum enn meira þegar ofureftirlaun ríkisjötubítanna yrðu aflögð og þeir fengju bara sama og allir hinir fengju frá TR. Með þessari einföldun má ennig stórfækka í hjörðinni sem dundar sér í þessari starfsemi.
![]() |
Ráðherra olli titringi á fjármálamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.10.2022 | 13:12
Dægradvöl dómstólanna.
Mikil eru skemmtiatriði dómstólanna og þeirra sem sýsla í kringum þessi mál. Er kannski ný vaktasería í uppsiglingu ? Í fyrra voru forsvarsmenn Aflbindingar ehf. dæmdir til greiðslu 70 milljóna króna sektar eða sæta ársfangelsi ella hvor. Hvorugur hefur greitt sektina og hvorugur hefur setið inni og munu aldrei gera. Og báðir eru enn með rekstur þar sem þeir geta haldið áfram að pönkast á samborgurum sínum. Nú var þessi Andrei dæmdur í 16 mánaða fangelsi og greiðslu 177 milljóna eða sæta fangelsi í 360 daga í viðbót. Ekki myndi nú vefjast fyrir mér hvað ég gerði ef ég hefði tök á skattfrjálsum tekjum upp á 177 milljónir fyrir að lifa í vellystingum á Hólmsheiði í 360 daga. Ég stefni reyndar á að komast þangað þegar kemur að því að flytja mig á elliheimili, vonandi fæ ég glugga eða sólstofu móti suðri. Hins vegar mun umræddur Andrei hvorki borga né sitja inni, ekki frekar en þjófarnir sem voru með Aflbindingu ehf. Við skulum átta okkur á því að þessir aðilar höfðu það að aðalstarfi að stela frá samborgurum sínum. Ekki má svo gleyma hinum sem nutu góðs af og spila sig heimska (ekki vil ég segja að þeir séu þroskaheftir af virðingu við þá sem eru það í raun en eru mun heiðarlegri upp til hópa). Flest stærstu verktakafyrirtæki landsins á sviði byggingastarfsemi voru með þessa bófa í þjónustu sinni þrátt fyrir að forsvarsmönnum þeirra væri fullljóst að undirboð þeirra sem tóku á sig sökina gátu engan vegin staðist, Enda eiga þeir sem heiðarlega standa skil á sínu ekki möguleika á að keppa við þessa skúrka. Hvernig væri nú að fjölmiðlar stæðu í lappirnar og birtu nöfn þessara stóru verktakafyrirtækja og forsvarsmenn þeirra og kannski bara líka myndir af þeim sem þáðu þjónustu skúrkanna en standa sperrtir og segjast sjálfir vera með allt á hreinu ? Nei það verður ekki því bófar í Íslandi njóta friðhelgis að ekki sé talað um þá sem þykjast vera svo heimskir og vitlausir að þeir hafi bara ekki áttað sig á að þeir áttu í viðskiptum við hina bófana. Ég skora á fjölmiðla að afla sér upplýsinga um hvaða fyrirtæki sem þóttust vera með allt á hreinu tóku þátt í bófahasarnum en sluppu við ákærur í skjóli vanvitagangs og heimsku. Merkilegt hvað þeim tekst að reka fyrirtækin sín vel með öll ljós slökkt í toppstykkinu. Og svo er það alveg spurning hvort ekki eigi að fækka starfsfólki hjá dómstólunum eða hreinlega leggja þá niður því dómunum er hreinlega ekki fylgt eftir. Það er enginn tilgangur í að eyða púðri í að eltast við svona glæpalýð ef viðurlögin eru í raun engin eins og raun ber vitni. Svo sitja bófarnir bara glottandi á fjósbitanum tilbúnir með nýja kennitölu og fávitarnir halda áfram að kaupa þjónustu þeirra.
![]() |
Vildu fá skattsvikara í atvinnurekstrarbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2022 | 20:13
Ruslaralýður.
Nú vilja kommarnir að skattgreiðendur á Íslandi fjármagni rekstur ruslahauganna í Grikklandi....eða grisji þá amk. Mannúð þessa fólks sem engin verðmæti skapar á öll að vera fjárhagsleg byrði hinna burtséð hvort þeir geti risið undir henni eða ekki. Það eru bara þeir sem leggja eitthvað til samfélagsins sem borga brúsann að lokum og svo flýja þeir væntanlega undan okinu áður en þeir brotna undan því. Mikil er mannúð ruslaralýðsins.
![]() |
Tókust á um ruslahaugana í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2022 | 13:29
Kviksetning ?
Þarf kannski að kviksetja þessa villtu vinstrirugludalla svo þeir nái jarðsambandi. Hver er fjöldinn sem á að taka á móti svo hæfilegt teljist ?
![]() |
Katrín tekur ekki undir að stjórnlaust ástand ríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2022 | 10:22
Til hvers áritun ?
Er ekki auðveldara að koma sem vegalaus flóttamaður ? Öllu slíku er hrúgað hér inn í skjóli mannúðar. Fyrirflækingarnir bjóða en skattgreiðendur borga.
![]() |
Kínverskri konu synjað um mánaðardvöl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Örn Gunnlaugsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 171
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar