Dægradvöl dómstólanna.

Mikil eru skemmtiatriði dómstólanna og þeirra sem sýsla í kringum þessi mál. Er kannski ný vaktasería í uppsiglingu ? Í fyrra voru forsvarsmenn Aflbindingar ehf. dæmdir til greiðslu 70 milljóna króna sektar eða sæta ársfangelsi ella hvor. Hvorugur hefur greitt sektina og hvorugur hefur setið inni og munu aldrei gera. Og báðir eru enn með rekstur þar sem þeir geta haldið áfram að pönkast á samborgurum sínum. Nú var þessi Andrei dæmdur í 16 mánaða fangelsi og greiðslu 177 milljóna eða sæta fangelsi í 360 daga í viðbót. Ekki myndi nú vefjast fyrir mér hvað ég gerði ef ég hefði tök á skattfrjálsum tekjum upp á 177 milljónir fyrir að lifa í vellystingum á Hólmsheiði í 360 daga. Ég stefni reyndar á að komast þangað þegar kemur að því að flytja mig á elliheimili, vonandi fæ ég glugga eða sólstofu móti suðri. Hins vegar mun umræddur Andrei hvorki borga né sitja inni, ekki frekar en þjófarnir sem voru með Aflbindingu ehf. Við skulum átta okkur á því að þessir aðilar höfðu það að aðalstarfi að stela frá samborgurum sínum. Ekki má svo gleyma hinum sem nutu góðs af og spila sig heimska (ekki vil ég segja að þeir séu þroskaheftir af virðingu við þá sem eru það í raun en eru mun heiðarlegri upp til hópa). Flest stærstu verktakafyrirtæki landsins á sviði byggingastarfsemi voru með þessa bófa í þjónustu sinni þrátt fyrir að forsvarsmönnum þeirra væri fullljóst að undirboð þeirra sem tóku á sig sökina gátu engan vegin staðist, Enda eiga þeir sem heiðarlega standa skil á sínu ekki möguleika á að keppa við þessa skúrka. Hvernig væri nú að fjölmiðlar stæðu í lappirnar og birtu nöfn þessara stóru verktakafyrirtækja og forsvarsmenn þeirra og kannski bara líka myndir af þeim sem þáðu þjónustu skúrkanna en standa sperrtir og segjast sjálfir vera með allt á hreinu ? Nei það verður ekki því bófar í Íslandi njóta friðhelgis að ekki sé talað um þá sem þykjast vera svo heimskir og vitlausir að þeir hafi bara ekki áttað sig á að þeir áttu í viðskiptum við hina bófana. Ég skora á fjölmiðla að afla sér upplýsinga um hvaða fyrirtæki sem þóttust vera með allt á hreinu tóku þátt í bófahasarnum en sluppu við ákærur í skjóli vanvitagangs og heimsku. Merkilegt hvað þeim tekst að reka fyrirtækin sín vel með öll ljós slökkt í toppstykkinu. Og svo er það alveg spurning hvort ekki eigi að fækka starfsfólki hjá dómstólunum eða hreinlega leggja þá niður því dómunum er hreinlega ekki fylgt eftir. Það er enginn tilgangur í að eyða púðri í að eltast við svona glæpalýð ef viðurlögin eru í raun engin eins og raun ber vitni. Svo sitja bófarnir bara glottandi á fjósbitanum tilbúnir með nýja kennitölu og fávitarnir halda áfram að kaupa þjónustu þeirra.


mbl.is Vildu fá skattsvikara í atvinnurekstrarbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Örn Gunnlaugsson

Höfundur

Örn Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p1011234

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 112
  • Sl. sólarhring: 179
  • Sl. viku: 393
  • Frá upphafi: 116742

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 313
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband